Frelsi og velferð

b FRELSI OG VELFERÐ : Sameining og klofningur í Evrópu 129 Heimildavinna 30 Lesið tilvitnanir í ummæli fólks um Tito-tímann á bls. 123. Hvað segja þessar heimildir um ástandið í Júgóslavíu á valdatíma Titos? 31 Á bls. 125 sjáið þið mynd af dreng sem heldur á spjaldi með mynd af Milosevic sem einhver hefur krotað á. a Hvaða tákn hafa verið teiknuð á Milosevic? b Hvað haldið þið að sá sem teiknaði hafi viljað segja með kroti sínu? c Spjaldið er dæmi um notkun sögunnar. Hvernig? TÍMAÁS 1920 2010 2000 1990 1980 1940 1930 29 Leitið á netinu að „þjóðernishreinsun“ ( ethnic cleansing ). Þið fáið vafalaust margar færslur. Leitið uppi dæmi frá öðrum stað í veröldinni en í fyrrum Júgóslavíu. Reynið að finna svör við þessum spurningum: a Hvar og hvenær gerðist þetta? b Hverjir urðu fyrir þjóðernishreinsun og hverjir frömdu hana? c Hefur einhver verið dæmdur? d Berið dæmi ykkar saman við það sem gerðist í stríðinu í fyrrum Júgóslavíu. Hvað er líkt því og hvað ólíkt? Kjarni * Í Júgóslavíu, ríki sem var stofnað eftir fyrri heimsstyrjöldina, bjó fólk af mörgum ólíkum þjóðum. * Landið fór illa út úr síðari heimsstyrjöldinni og mikið hatur kom upp milli þjóðanna. * Árið 1945 varð Júgóslavía kommún- istaríki með Tito sem leiðtoga. Hann stjórnaði landinu þangað til hann dó, árið 1980. Honum tókst að milda þjóðernis- andstæðurnar en þær blossuðu upp aftur undir 1990. * Eftir 1990 gerðust flest fylki Júgóslavíu sjálfstæð ríki. En serbneskir þjóðernissinnar féllust ekki á það og mörg stríð voru háð, þau umfangsmestu í Bosníu og Kosovó. 1918: Júgóslavía stofnuð eftir fyrri heimsstyrjöld 2008: Kosovó lýsir yfir sjálfstæði 2006: Svartfjallaland lýsir yfir sjálfstæði. Milosevic deyr í fangelsi 2004: Slóvenía gengur í Evrópusambandið 2001: Milosevic handtekinn 1999: NATO ræðst á Serbíu. NATO og Sameinuðu þjóðirnar taka við stjórn Kosovó 1996: Stríð brýst út í Kosovó 1995: Fjöldamorðin í Srebrenica, friðarsamningar í Bosníu 1993: Alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn stofnaður til að dæma í málum frá Júgóslavíu 1992: Bosnía-Herzegovína lýsir yfir sjálfstæði. Stríð byrjar í Bosníu, vopnahlé í Króatíu 1991: Króatía, Slóvenía og Makedónía lýsa yfir sjálfstæði. Stríð byrjar í Króatíu 1989: Milosevic verður forseti Serbíu og afnemur sjálfstjórn Kosovó 1980: Tito deyr 1945: Júgóslavía verður kommúnistaríki undir stjórn Titos 1941: Þjóðverjar ráðast inn í Júgóslavíu

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=