Frelsi og velferð

b 128 FRELSI OG VELFERÐ : Sameining og klofningur í Evrópu a Hverjar geta verið ástæður þess að Sameinuðu þjóðunum tókst betur til í Makedóníu en í Bosníu? b Afskipti Sameinuðu þjóðanna í Makedóníu hafa vakið miklu minni athygli í fjölmiðlum en til dæmis stríðið í Bosníu sem Sameinuðu þjóðunum tókst ekki að koma í veg fyrir. Hvers vegna er það? Viðfangsefni 28 Þekkið þið einhvern sem hefur komið frá löndum fyrrum Júgóslavíu? Takið viðtal við hann eða hana og komist þannig að því hvernig viðkomandi manneskja fór út úr stríðinu á síðasta áratug 20. aldar. Notkun og misnotkun sögunnar Þegar fólk skrifar sagnfræði hefur það oft önnur markmið en að segja sannleikann um það sem var og gerðist. Fólk notar söguna oft til að ná einhverju markmiði. Það getur til dæmis verið: * að vara fólk við því að endurtaka mistök sem hafa verið gerð í fortíðinni * að skapa samstöðu og sameiginlega sjálfsmynd * að halda fram eigin skoðun á einhverju efni * að skapa fagra mynd af eigin þjóð * að skapa ljóta mynd af annarri þjóð * að hafa þau áhrif á fólk að það fallist á að fara í stríð eða fremja önnur ofbeldisverk A Lesið klausuna um Kosovó í sögu Serba á bls. 126. Á hvaða hátt notaði Milosevic söguna? Hverju vildi hann koma til leiðar með henni? B Finnið fleiri dæmi um notkun sögunnar, í námsbókinni eða annars staðar. Til hvers er sagan notuð í þeim dæmum sem þið finnið? C Hvenær er í lagi og hvenær ekki í lagi að nota söguna? Hvað er að misnota söguna? S É R S V I Ð Finnið svar 19 Hvenær var ríkið Júgóslavía stofnað? 20 Hvað var Ustasja-hreyfingin? 21 Hver var Josip Broz Tito? 22 Hvað er þjóðernishreinsun? 23 Hver voru tildrög þess að NATO fór í stríð við Serbíu? 24 Hver var Slobodan Milosevic? 25 Hver er Ratko Mladic? Umræðuefni 26 Er söguleg þýðing Kosovó fyrir Serba mikilvæg röksemd fyrir því að landsvæðið eigi að tilheyra Serbíu? 27 Í Makedóníu tókst Sameinuðu þjóðunum að hindra að fjandskapur þjóðarbrotanna í landinu yrði að blóðugri borgarastyrjöld.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=