Frelsi og velferð

b FRELSI OG VELFERÐ : Sameining og klofningur í Evrópu 127 NÆRM Y N D undir friðarsamning sem veitti albanska minnihlutanum aukin réttindi. Meðal annars varð albanska opinbert tungumál við hlið makedónsku. Friðarsamningunum var komið á með hjálp Evrópusambandsins og Bandaríkjanna. Friður framundan? Stríðsátökum í fyrrum Júgóslavíu er lokið en friðurinn er valtur. Í Kosovó og Bosníu eru útlendar friðargæslusveitir til að hindra að vopnuð átök hefjist en enn þá eru mörg vandamál óleyst. Mikill ótti er um að stríð geti brotist út á ný. Margir setja nú traust sitt á að aðild að Evrópusambandinu muni tryggja friðinn. Slóvenía fékk aðild árið 2004 og Króatía 2013. Fleiri lönd sem áður voru hluti af Júgóslavíu eiga einnig í viðræðum við sambandið um hugsanlega aðild í framtíðinni. út úr Kosovó og samþykkja að NATO og Sameinuðu þjóðirnar sendu þangað friðargæslusveitir og tækju við stjórn Kosovó. Hinn 17. febrúar 2008 lýsti Kosovó yfir sjálfstæði og fólk fagnaði á götum úti. Fáum dögum síðar var þetta nýja ríki viðurkennt meðal annars af Bandaríkjunum, Þýskalandi og Frakklandi. En önnur ríki, þeirra á meðal Rússland, héldu því fram að Kosovó ætti engan rétt á að slíta sig laust frá Serbíu. Í höfuðborg Serbíu, Belgrad, fóru þúsundir í mótmælagöngur gegn sjálfstæði Kosovó og öfgafullir þjóðernissinnar kveiktu í sendiráðsbyggingu Bandaríkjanna. Fyrir Kosovó er framtíðin enn óviss. Sameinuðu þjóðirnar hindra stríð Í Makedóníu, einu af fyrrum sambandsfylkjum Júgóslavíu, varð nokkuð önnur þróun en í Bosníu og Kosovó. Meirihluti íbúanna er Makedónar en um fjórðungur Albanar. Þegar Makedónía varð sjálfstæð, árið 1991, urðu nokkrar ýfingar milli þjóðanna í landinu og forseti þess bað Sameinuðu þjóðirnar um hjálp. Hermenn frá Sameinuðu þjóðunum, lögreglulið og eftirlitsmenn, voru sendir til landsins. Þegar mest var voru 1.500 hermenn á vegum Sameinuðu þjóðanna í Makedóníu. Þeim tókst að draga úr æsingnum og koma í veg fyrir að vopnuð átök brytust út. Sameinuðu þjóðirnar stuðluðu líka á margan hátt að framförum í landinu. Árið 1999 drógu sveitir Sameinuðu þjóðanna sig út úr Makedóníu. Í janúar 2001 brutust út átök á milli stjórnarliðs Makedóna og albanskra uppreisnarmanna. Þeim lauk strax í mars sama ár þegar aðilar skrifuðu Alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn vegna atburðanna í Júgóslavíu Árið 1993 stofnuðu Sameinuðu þjóð- irnar sérstakan dómstól til að rannsaka og fella dóma fyrir stríðsglæpi í fyrrum Júgóslavíu. Fyrir 2007 hafði dómstóllinn tekið fyrir 106 mál. Meðal dæmdra stríðs- glæpamanna er Haradin Bala, yfirmaður í Frelsishreyfingu Kosovó sem var dæmdur í 13 ára fangelsisvist fyrir morð á serbn- eskum stríðsföngum. Slobodan Milosevic var ákærður fyrir að vera ábyrgur fyrir þjóðarmorði, þjóðernishreinsun og fjölda- nauðgunum þegar hann var þjóðarleiðtogi Serba. Hann var handtekinn af serbnesku lögreglunni árið 2001 og framseldur Sam- einuðu þjóðunum. Málaferlin gegn honum urðu langvarandi. Hann varði sig sjálfur og neitaði að viðurkenna að dómstóll Sam- einuðu þjóðanna væri löglegur. Árið 2006 dó hann úr hjartasjúkdómi áður en dómur féll. Nokkrir sem hafa verið ákærðir fyrir stríðsglæpi ganga enn lausir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=