Frelsi og velferð

b 126 FRELSI OG VELFERÐ : Sameining og klofningur í Evrópu NÆRM Y N D Hermenn Kosovó- Albana voru kallaðir hryðjuverkamenn af Serbum en Albanir kölluðu þá Frelsisher. Milosevic heldur ræðu til minningar um bardagann við Kosovó-sléttu árið 1389. Árið 1989 lagði Milosevic niður sjálfstjórn Kosovó. Albanir mótmæltu því en mótmælaaðgerðir þeirra voru bældar niður með hörku. Yfirvöld Serbíu tóku upp kerfisbundna kúgun á Albönum í Kosovó. Albanir stofnuðu lýðræðislegan stjórnmálaflokk með Ibrahim Rugowa sem leiðtoga og reyndu að koma á sjálfstæði Kosovó með samningum við Serba. En Serbar höfnuðu kröfunni um sjálfstæði og margir Albanir komust á þá skoðun að ekki þýddi að reyna að beita friðsamlegum aðferðum. Þá stofnuðu þeir Frelsisher Kosovó (UCK). Á árunum 1996–'97 byrjaði Frelsisherinn að ráðast á serbneskar lögreglustöðvar í Kosovó og Serbar fjölguðu í liði lögreglu og hers í landinu. Árið 1998 voru átökin orðin að blóðugu stríði. Alþjóðasamfélagið tók að óttast að harmleikurinn í Bosníu endurtæki sig. NATO ákvað að grípa inn í gegn Serbum. Þegar augljóst þótti að Milosevic léti ekki undan hótunum, árið 1999, fór NATO að gera loftárásir á Serbíu. Eftir nokkra mánuði varð Milosevic að fallast á að draga her sinn Kosovó í sögu Serba Nú á dögum eru aðeins um 5% af íbúum Kosovó Serbar. Hvers vegna var þá svona mikilvægt fyrir serbnesk yfirvöld að halda Kosovó innan serbneska ríkisins? Serbneskir þjóðernissinnar hafa oft bent á að Kosovó hafi sérstaka stöðu í sögu Serba. Þeir hafa einkum nefnt orrustuna við Kosovó-sléttu árið 1389. Þar börðust margir serbneskir höfðingjar saman gegn tyrkneskum her sem vildi hernema landsvæðið. Serbar töpuðu orrustunni en samt telst hún vera stóratburður í serbneskri sögu og mörg serbnesk hetjukvæði hafa verið ort um hana. Árið 1989 stofnaði Slobodan Milosevic til mikilla hátíðahalda í tilefni af 600 ára afmæli þessarar orrustu. Hann hélt ræðu yfir milljón Serbum á Kosovó-sléttu og lýsti því hvernig Serbar hefðu tapað vegna innbyrðis sundrungar. Mikilvægt væri fyrir Serba að standa saman, einnig í framtíðinni. Hann nefndi ekki að Albanir og fleiri þjóða menn börðust með Serbum í þessari frægu orrustu árið 1389.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=