Frelsi og velferð

b FRELSI OG VELFERÐ : Sameining og klofningur í Evrópu 125 drepnir. Konur, börn og gamalmenni voru hrakin á flótta. Mörgum konum var nauðgað af hermönnum. Þjóðernishreinsanir voru líka gerðar í héruðum sem Króatar og Bosníumenn réðu og þar urðu Serbar fyrir ofsóknum. En það voru serbneskar hersveitir sem frömdu versta ódæðið í stríðinu, fjöldamorðin í Srebrenica í júlí 1995. Undir forustu herforingjans Ratko Mladic voru meira en 8.000 varnarlausir Bosníumenn drepnir og líkunum kastað í fjöldagrafir. Stríðið í Bosníu stóð í meira en þrjú ár og kostaði um 100.000 manns lífið. Sameinuðu þjóðirnar sendu herlið til að vernda íbúana en þeir voru allt of fáir til að ráða við það. Árið 1995 var loks undirritaður friðarsamningur og stríðinu lauk. Í raun var Bosníu skipt upp í serbneskan hluta og króatísk- bosnískan hluta sem hvor um sig hafði sjálfstjórn í innanlandsmálum. NATO sendi hersveitir á svæðið til að líta eftir að friðurinn væri haldinn. Árið 2004 tók Evrópusambandið við því hlutverki. Hér er grafin upp fjöldagröf fólks sem hefur fallið í stríðinu í Bosníu. NÆRM Y N D Þjóðernishreinsun „Þjóðernishreinsun“ merkir að reynt er að losna við af ákveðnu svæði alla sem ekki tilheyra þjóð þess sem fremur hreinsunina. Þetta er gert með því að drepa fólk af öðru þjóðerni eða reka það í burtu með ofbeldi. Þjóðernishreinsun telst vera stríðsglæpur. Þjóðernishreinsunin sem var framin í fyrrum Júgóslavíu minnir um margt á meðferðina á gyðingum í Þýskalandi Hitlers. Fólk var ofsótt og drepið af því að það tilheyrði ákveðnum þjóðernishópi. Jafnvel voru settar upp fangabúðir sem minntu á útrýmingarbúðir nasista. Það var áfall fyrir marga að komast að því að slíkt gæti gerst í Evrópu á síðasta áratug 20. aldar. Stríð í Kosovó 1998–'99 Kosovó var hluti af serbneska fylkinu í Júgóslavíu en hafði þó nokkra sjálf- stjórn. Meirihluti íbúanna var albanskur og þeim fannst þeir vera undirokaðir af Serbum. Serbneski minnihlutinn í Kosovó taldi sig á hinn bóginn þurfa að þola sífelldan yfirgang Albana. Slobodan Milosevic nýtti sér þessar aðstæður og hélt þrumuræður um það hve mikil- vægt væri að vernda serbnesku íbúana. Þannig birtist hann sem þjóðhetja og varð afar vinsæll í Serbíu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=