Frelsi og velferð

b 124 FRELSI OG VELFERÐ : Sameining og klofningur í Evrópu Stríð í Bosníu 1992–'95 Í Bosníu-Herzegovínu (sem er oftast bara kölluð Bosnía) bjuggu álíka margir Serbar, Króatar og Bosníumenn. Þeir höfðu lifað nokkurn veginn friðsamlega saman og ekki var óvenjulegt að fólk af ólíkum þjóðum gengi í hjónaband saman. En upp úr 1990 fóru íbúar Bosníu að verða fyrir áhrifum af því sem var að gerast annars staðar í Júgóslavíu. Andúð á milli þjóðernishópanna fór líka vaxandi þar. Hinn 5. apríl 1992 lýsti Bosnía yfir sjálfstæði landsins. Tveimur dögum síðar lýstu Bosníu-Serbar yfir sjálfstæði gagnvart Bosníu. Grimmilegt stríð braust út. Serbar fengu stuðning þess sem var eftir af júgóslavneska hernum. Þeir náðu valdi yfir norðausturhluta landsins og byrjuðu „þjóðernishreinsun“ á svæðinu. Þeir vildu „hreinsa“ landið af Króötum og Bosníumönnum, þannig að það yrði hreint serbneskt land. Þetta gerðist þannig að fólk var rekið frá heimilum sínum og mörg hús voru brennd. Karlmenn voru handteknir og sendir í fangabúðir, pyntaðir og Fólk í mótmælagöngu heldur á loft myndum af stríðsglæpamönnum. Frá hægri: Radovan Karadzic, leiðtogi Bosníu-Serba í stríðinu, Slobodan Milosevic, forseti Serbíu, Ratko Mladic, herforinginn sem stýrði fjöldamorð- unum í Srebrenica. Allir þrír hafa verið ákærðir fyrir stríðsglæpi. Síðastur fannst Mladic árið 2011 og var fluttur til Haag til að mæta fyrir stríðs- glæpadómstólnum. Júgóslavía skiptist í sex fylki eða hálfsjálfstæð ríki. Auk þess höfðu tvö héruð í Serbíu nokkra sjálfstjórn, Kosovó og Vojvodina. Þó að skiptingin í fylki færi að vissu leyti eftir þjóðerni íbúanna bjuggu ólíkar þjóðir víða hver innan um aðra, þannig að hvert fylki hafði stóra eða litla minnihlutahópa. Í Bosníu-Herzegovínu voru nokkurn veginn jafnmargir Serbar, Króatar og Bosníumenn. BOSNÍA- HERZEGOVÍNA 1992 KRÓATÍA 1991 Vojvodína SLÓVENÍA 1991 SVART- FJALLA- LAND 2006 KOSOVÓ 2008 ALBANÍA MAKEDÓNÍA 1991 RÚMENÍA BÚLGARÍA GRIKKLAND UNGVERJALAND AUSTURRÍKI SERBÍA (JÚGÓSLAVÍA) Matr10:hist:06_16 Ný ríki í fyrrum Júgóslavíu

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=