Frelsi og velferð

b FRELSI OG VELFERÐ : Sameining og klofningur í Evrópu 123 Makedónar yfir sjálfstæði landa sinna. Árið eftir gerði Bosnía-Herzegovína það sama. Í Júgóslavíu var nú ekkert eftir nema Serbía og Svartfjallaland. Serbar, undir forystu Slobodans Milosevic, vildu halda Júgóslavíu saman. Þeir vildu alls ekki fallast á að Króatía og Bosnía-Herzegovína yrðu sjálfstæð ríki. Í báðum þessum löndum bjuggu margir Serbar sem óttuðust nú að verða kúgaðir. Þess vegna hófu Serbar stríð, fyrst við Króatíu þar sem þeir studdu uppreisn serbneska minnihlutans í landinu. Á árunum 1991–'92 háðu Serbar og Króatar marga harða bardaga en að lokum var samið vopnahlé og Króatía var viðurkennd sem sjálfstætt ríki. En þá fluttist stríðið til Bosníu. Samstöðu lýkur Árið 1980 dó Tito og hópur af leið- togum, allir kommúnistar, einn frá hverju fylki, tók við völdum. Efna- hagsvandræðin jukust sífellt sem og erfiðleikarnir við að stjórna landinu. Almenningur bar ekki eins mikið traust til nýju valdhafanna eins og til Titos áður. Auk þess var það að miklu leyti kommúnisminn sem hafði haldið Júgó- slavíu saman, kerfi hugmynda sem fólk átti sameiginlegar. En nú tóku margir að missa trúna á kommúnismann. Rétt fyrir 1990 komu nýir hópar manna til valda í einstökum fylkjum. Þeir báru mest fyrir brjósti hagsmuni eigin þjóðar en hugsuðu minna um hag Júgóslavíu allrar. Þeir kenndu hinum þjóðunum um erfiðleikana sem gengu yfir landið og kyntu af ásettu ráði undir fjandskap þjóðahópanna. Þeir urðu vinsælir vegna þess að þeir orðuðu fordóma sem fólk hafði um hinar þjóðirnar en hafði verið bannað að tala um meðan Tito var við völd. Meðal þessara nýju valdhafa voru nýr leiðtogi Serba, Slobodan Milosevic og nýr leiðtogi Króata, Franjo Tudjman. Árið 1991 lýstu Slóvenar, Króatar og Josip Broz Tito (1892–1980) var fæddur í Karlovac í Króatíu sem tilheyrði þá Austurríki-Ungverjalandi. Móðir hans var Slóveni en faðirinn Króati. Tito varð snemma kommúnisti og hafði forustu fyrir andspyrnunni gegn nasistum í Júgóslavíu í síðari heimsstyrjöldinni. Síðan stýrði hann Júgóslavíu frá 1945 til dauðadags árið 1980, fyrst sem forsætisráðherra, síðar forseti. Hann var vinsæll ríkisleiðtogi og vann að því að skapa samstöðu með ólíkum þjóðahópum í landinu. NÆRM Y N D Ólíkar skoðanir á stjórnartíma Titos „Maður heyrir fólk tala um hvað það hafi verið hræðilegt undir kommúnistunum! En það var dásamlegt undir kommúnistum! Hótelin voru full af gestum. Allir gátu ferðast hvert sem var um landið eða farið úr landi. Fólk með ólík trúarbrögð var bestu vinir.“ (Móttökustarfsmaður á hóteli við rithöfundinn Richard West.) „Já, við lifðum í friði og sátt. Við lifðum í friði og sátt af því að það stóðu alltaf lögregluþjónar með 100 metra millibili til að tryggja að við elskuðum hvert annað ofurheitt.“ (Króati við fréttamann BBC, Martin Bell.)

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=