Frelsi og velferð

b 122 FRELSI OG VELFERÐ : Sameining og klofningur í Evrópu Tveir ólíkir hópar börðust gegn þýska hernáminu og Ustasja-hreyfingunni. Serbneskir þjóðernissinnar mynduðu andspyrnuhóp sem var kallaður tjeknikarar. Kommúnistar af ólíkum þjóðum skipulögðu líka andspyrnu- hreyfingu. Þeir voru kallaðir partisanar og leiðtogi þeirra hét Josip Broz Tito. Partisanar voru stærsta andspyrnu- hreyfingin og þeir börðust af hörku við þýska hernámsliðið en líka við Ustasja-hreyfinguna og jafnvel tjeknikara. Að lokum tókst partisönum, með hjálp sovéska hersins, að hrekja hernámsliðið út úr landinu árið 1945. Stríðið hafði leikið íbúa Júgóslavíu illa. Um 1,7 milljónir manna féllu, um 10% af íbúunum. Auk þess kveikti stríðið mikið hatur á milli fólks af ólíkum þjóðum. Tito skapaði samstöðu Eftir stríðið var Tito álitinn mikil þjóðhetja. Hann varð því nýr leiðtogi landsins. Tito var kommúnisti og gerði Júgóslavíu að kommúnistaríki. Á fyrstu árunum vann hann með Stalín og Sovétríkjunum en árið 1948 sleit hann sambandinu. Hann vildi ráða sjálfur stefnu sinni en ekki vera undirgefinn Stalín. Júgóslavía varð hlutlaust ríki í kalda stríðinu og hafði gott samband við Vestur-Evrópu þó að það væri undir stjórn kommúnista. Tito lagði mikla áherslu á að milda fjandskap þjóðahópanna í landinu og vann að því að skapa sameiginlega þjóðernislega sjálfsmynd. Hann vildi að allir íbúar landsins litu á sig sem Júgóslava, ekki sem Serba, Króata, Slóvena og svo framvegis. En það var ekki auðvelt að koma þessu í kring. Júgóslavíu var skipt upp í sex fylki sem fengu mikla innri sjálfstjórn. Á þann veg vonaði Tito að öllum hópum fólks myndi finnast þeir fá réttláta stöðu. Við það yrðu þeir ánægðir og stoltir af því að vera Júgóslavar. Lengi framan af virtist áætlun Titos fá góðan framgang. Efnahagur landsins blómstraði, meðal annars af því að þangað komu margir vestrænir ferðamenn. Flestir lifðu við batnandi kjör og líkaði vel við stjórn Titos. En til að geta greitt há laun tók Tito mikil peningalán frá útlöndum. Smám saman urðu skuldir ríkisins miklar. Á áttunda tug aldarinnar tók fólk að finna að efnahagslífið var ekki eins gott og það hafði haldið. Verðlag hækkaði og margir urðu atvinnulausir. Fólk fór að hafa áhyggjur af framtíðinni. En Tito var enn vinsæll og meðan hann stjórnaði gekk vel að halda ríkinu saman. Í síðari heimsstyrjöldinni sigraði her innlendra kommúnista í Júgóslavíu með aðstoð Sovétríkjanna. Myndin er tekin í september 1944.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=