Frelsi og velferð

b FRELSI OG VELFERÐ : Sameining og klofningur í Evrópu 121 Mörg hundruð þúsund Serbar voru drepnir. Ustasja-stjórnin ofsótti líka kommúnista og aðra sem börðust gegn kúguninni. Í löndum fyrrum Júgóslavíu er notað tvenns konar letur. Á skiltinu er nafn bæjarins Pristina skrifað með kyrillískri skrift og latínuletri. merkir „suðurslavneska landið“. Stærsta þjóðin í Júgóslavíu var Serbar en þar bjuggu líka margir Króatar, Slóvenar, Makedónar, Albanir, Bosníumenn og fleiri þjóða fólk. Snemma tók fólki að finnast að það væri undirokað af Serbum. Upplausn í síðari heimsstyrjöld Í síðari heimsstyrjöldinni réðust Þjóðverjar og bandamenn þeirra inn í Júgóslavíu. Eftir harða bardaga urðu Júgóslavar að gefast upp og landinu var skipt í sundur. Ungverjar, Búlgarar og Ítalir fengu hverjir sinn landshluta. Króatía var gerð að sérstöku ríki undir forustu innlendra fasista og afganginn af landinu hernámu Þjóðverjar. Íbúar landsins voru illa sundraðir í stríðinu. Þeir sem höfðu völdin í Króatíu voru kallaðir Ustasja-hreyfingin. Þeir höfðu sömu hugmyndir og nasistar um að útrýma „óæðri“ kynþáttum. Það kom niður á gyðingum og sígaunum en líka Serbum sem voru fjölmennir í Króatíu. NÆRM Y N D Þjóðir í Júgóslavíu Þjóð er hópur fólks sem hefur (oftast) sama tungumál, menningu, trú og sögu og finnst það sjálft tilheyra einum og sama hópnum. Fyrir þá sem ekki tilheyra neinni af þjóðunum sem byggðu Júgóslavíu er kannski ekki auðvelt að skilja hvað það er sem skilur á milli þeirra. Fólk af ólíku þjóðerni er eins í útliti og talar margt sama tungumálið. Í töflunni er yfirlit yfir fjölmennustu þjóðir Júgóslavíu. Tungumál Skrifletur Trúarbrögð Serbar Serbókróatíska Kyrillískt letur Grísk-orþódox kristni Króatar Serbókróatíska Latínuletur Rómversk-kaþólsk kristni Bosníumenn Serbókróatíska Latínuletur Íslam Slóvenar Slóvenska Latínuletur Rómversk-kaþólsk kristni Albanir Albanska Latínuletur Íslam/ Rómversk-kaþólsk kristni Svartfellingar Serbókróatíska Kyrillískt letur Grísk-orþódox kristni Makedónar Makedónska Kyrillískt letur Grísk-orþódox kristni

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=