Frelsi og velferð

b 120 FRELSI OG VELFERÐ : Sameining og klofningur í Evrópu ríki. Víða leiddi þetta til grimmilegra styrjalda milli fólks sem hafði áður verið friðsamlegir nágrannar. Hvernig gat það gerst? Fjölþjóðaríkið Júgóslavía Þegar sigurvegarar fyrri heimsstyrjaldar áttu að draga upp ný landamæri í Evrópu reyndu þeir að mynda þjóðríki þar sem íbúarnir væru sem flestir af sama þjóðerni. Á Balkanskaga í suðausturhorni Evrópu var þetta erfitt af því að þjóðirnar voru svo blandaðar. Fólk af ólíkum þjóðum bjó hvað innan um annað, eins og landið væri bútasaumsteppi. Það var meðal annars ástæðan til þess að mörgu fólki af ólíkum þjóðum var safnað saman í eitt ríki sem var kallað Júgóslavía. Flestar þjóðirnar voru af slavneskum uppruna, þær töluðu slavnesk mál sem eru meðal annars skyld rússnesku. „Júgó“ merkir „suður“ svo að Júgóslavía Sarajevo var ein þeirra borga sem voru verst leiknar í Júgóslavíu- stríðunum. Á árunum 1992–'96 var borgin sprengd svo að hún varð óþekkjanleg. Gamlir vinir verða fjendur Sarajevo 1984: Vetrarólympíuleikar eru haldnir í þessum fagra bæ, umkringdum af snævi þöktum fjöllum í miðju þessu friðsamlega landi, Júgóslavíu. Hér búa um 500.000 manns af ólíkum þjóðernis- og trúaruppruna, árekstralaust í fjörlegum nútímabæ. Sarajevo 1996: Stórir hlutar bæjarins eru í rúst og þær byggingar sem enn standa uppi eru skemmdar af kúlnagötum. Hér eru aðeins um 250.000 manns eftir, hinir hafa flúið eða verið drepnir. Fátækt, sorg og hatur setja svip sinn á fólk eftir meira en þriggja ára borgarastríð. Meðan aðrir hlutar Evrópu fögnuðu því að kalda stríðinu var lokið og fólk gat þjappað sér betur saman vildu íbúar Júgóslavíu slíta sig út úr ríkis- sambandinu og mynda ný, sjálfstæð

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=