Frelsi og velferð

a FRELSI OG VELFERÐ : Sameining og klofningur í Evrópu 119 * Síðan þetta gerðist hefur Efnahagsbandalag Evrópu orðið að Evrópusambandinu. Samvinnan hefur verið víkkuð út á fleiri svið, meðal annars utanríkis- og varnarmál og æ fleiri lönd hafa gengið í sambandið. Það byrjaði sem vestur-evrópsk samvinna en nær nú yfir mörg lönd í Austur-Evrópu. Kjarni * Kola- og stálsambandið sem sex ríki komu á fót árið 1951 varð upphafið að Evrópusamvinnunni. * Næsta skref var Rómarsamningurinn árið 1957. Með honum var Efnahags- bandalag Evrópu stofnað. Með honum skuldbundu aðildarríkin sex sig til víðtækrar efnahagssamvinnu. * Þjóðirnar höfðu ólík markmið með aðild sinni en sameiginlegar með þeim voru óskir um frið og hagvöxt. TÍMAÁS 1950 2010 2000 1990 1980 1970 1960 1957: Rómarsáttmálinn Efnahagsbandalag Evrópu stofnað 2004: Mesta stækkun Evrópusambandsins, til austurs 1950: Schuman- yfirlýsingin opnar leið til samvinnu 1951: Kol- og stálsamband Evrópu stofnað 1991: Maastricht-samkomulagið gert 1993: Maastricht-samkomulagið gengur í gildi og nafnið Evrópusamband tekið upp 1995: Schengen-sáttmálinn gengur í gildi 1999: Sameiginlegur gjaldmiðill, evra, tekinn upp

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=