Frelsi og velferð

a 118 FRELSI OG VELFERÐ : Sameining og klofningur í Evrópu 14 Hugsið ykkur að þið hefðuð verið beðin að halda ræðu í tilefni af Evrópudeginum 9. maí 2007. a Skrifið nokkur stikkorð um atriði sem þið viljið hafa með í ræðunni. Munið að þið eigið að láta koma fram hvers vegna einmitt þessi dagur sé haldinn hátíðlegur. b Raðið ykkur saman tvö og tvö og berið saman stikkorðin ykkar. Sameinið stikkorðalistana til að fá út úr þeim nákvæmara yfirlit yfir efnisatriði ræðunnar. c Skrifið ræðuna eða haldið hana óskrifaða út frá stikkorðalistanum. 15 Teiknið Evrópukort eða fáið kort hjá kennaranum ykkar. a Litið með sama lit sex fyrstu aðildarlönd Efnahagsbandalags Evrópu og svo með öðrum lit þau lönd sem hafa gengið í bandalagið síðar. b Finnið út hvar þessar borgir eru og merkið þær inn á kortið: Róm, Maastricht, Schengen, Brüssel. 16 Árið 2007 voru um 493 milljónir íbúa í löndum Evrópusambandsins. Í Bandaríkjunum voru 304 milljónir en á Íslandi 308 þúsund. a Hve margir Evrópusambandsíbúar voru á hvern Íslending? b Hve miklu fleiri íbúa hefur Evrópusambandið en Bandaríkin? Heimildavinna 17 Lesið Schuman-yfirlýsinguna á bls. 111. a Hver er boðskapur Schumans? Segið það í stuttu máli með ykkar eigin orðum. b Hvaða von um framtíðina tjáir Schuman með orðum sínum? 18 Hver er boðskapur skopmyndarinnar á bls. 116? Finnið svar 1 Hvar er Alsace-Lorraine? 2 Hvers vegna vildi Robert Schuman að Þjóðverjar og Frakkar tækju upp samvinnu einmitt um kola- og stálframleiðslu? 3 Hvað er Rómarsáttmálinn? 4 Hvað felst í „fjórfrelsinu“? 5 Um hvað var Maastricht- samningurinn? 6 Hvað er EFTA? 7 Hvað er Evrópska efnahagssvæðið? 8 Um hvað er Schengen-samkomulagið? 9 Hvað er evra? Umræðuefni 10 Haldið þið að Evrópusambandið eigi eftir að þróast í það að verða eins konar ríki, Bandaríki Evrópu? 11 Er sennilegt að það eigi eftir að brjótast út stórstyrjöld í Evrópu? Hvers vegna? Hvers vegna ekki? Þjálfið hugann 12 Eitt á ekki heima hér: a Evrópusamband, EFTA, NATO, Efnahagsbandalag Evrópu b Íslenskar krónur, sænskar krónur, þýsk mörk, evrur c Ísland, Svíþjóð, Danmörk, Slóvenía d Róm, Brüssel, Maastricht, Ósló Viðfangsefni 13 Robert Schuman telst einn af frumkvöðlum Evrópusambandsins. Á vefsíðunni europa.eu/abc/ history/1945–1959/index_da.htm getið þið fundið efni um fleiri frumkvöðla þess. Veljið einn þeirra og skrifið stutta kynningu á honum þar sem kemur fram hvað einmitt þessi maður hafi gert til að koma samstarfi Evrópuríkja á fót.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=