Frelsi og velferð

a 10 FRELSI OG VELFERÐ : Friður á jörð Markmið * Kynna kalda stríðið sem meiri háttar milliríkjadeilu á 20. öld. Setja fram hverjar voru orsakir og afleiðingar deilunnar. * Leita heimilda um efnið, velja úr þeim, meta þær og sýna hvernig ólíkar heimildir geta gefið ólíka mynd af sögunni. Þann 6. mars árið 1952 sátu 32 skólabörn í sjötta bekk í New York og horfðu á kvik- myndina „Duck and Cover“ (Beygja sig og hylja). Bandarísk yfirvöld höfðu látið gera myndina til að kenna börnum hvernig þau ættu að verja sig ef landið yrði fyrir kjarnorkuvopnaárás. Ef þau sæju sterkan ljósglampa áttu þau umsvifalaust að kasta sér niður og reyna að hylja sig. Mörg þúsund amerískra skólabarna sáu þessa mynd. Heil kynslóð barna var þjálfuð í að leita skjóls undir skólaborðum þegar aðvörunarbjalla hringdi. Óttinn við kjarn- orkustríð var svo mikill að sum börn áttu í sálrænum erfiðleikum vegna hans. Ástæða óttans var spennan á milli risaveldanna, Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna, sem ríkti allt frá 1945 til 1991. Þetta ástand var oft kallað „kalda stríðið“. Hvað er kalt stríð og hvers vegna var öll þessi mikla spenna á milli risaveldanna? Kalda stríðið

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=