Frelsi og velferð

a FRELSI OG VELFERÐ : Sameining og klofningur í Evrópu 117 S É R S V I Ð Sagan sem sjálfsmynd Árið 2006 gáfu frönsk og þýsk skólayfirvöld út fyrstu sameiginlegu þýsk- frönsku námsbókina í sögu fyrir framhaldsskóla. Það er í fyrsta sinn sem tvö ríki hafa sameinast um eina sögunámsbók. Markmiðið með henni var að stuðla að sameiginlegum söguskilningi og þannig varanlegum friði milli Frakka og Þjóðverja. Bókin var skrifuð af fimm þýskum og fimm frönskum sagnfræðingum, og hún fjallar um tímann eftir 1945. Tvær aðrar bækur eru ráðgerðar og eiga að segja sögu tímans fyrir 1945. Amerískir ritdómarar hafa gagnrýnt þýsk-frönsku bókina fyrir að vera andvíg Bandaríkjunum. Þeir halda því fram að höfundar gefi allt of dökka mynd af Bandaríkjunum og fegraða mynd af Evrópusambandinu. A Hvernig geta sameiginlegar sögunámsbækur þjóða stuðlað að friði á milli þeirra? B Hvers vegna haldið þið að Frakkar og Þjóðverjar hafi byrjað á bók um tímann eftir 1945? Verður erfiðara að koma sér saman um innihald bókar um tímann fyrir 1945? Hvers vegna? Hvers vegna ekki? C Námsgreinin saga hefur oft verið notuð til að skapa þjóðernislega sjálfsmynd fólks, meðal annars með því að gera fólk stolt yfir afrekum þjóðar sinnar í fortíðinni. Hvers konar sjálfsmynd er þessi nýja námsbók líkleg til að skapa?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=