Frelsi og velferð

a 116 FRELSI OG VELFERÐ : Sameining og klofningur í Evrópu Bandaríki Evrópu? Árið 1950 sagði Robert Schuman að samvinnan um kol og stál ætti að verða fyrsta skrefið í átt að „evrópsku sambandsríki“. Sambandsríki er ríki sem er myndað af fleiri en einu ríki eða fylki. Hvert þessara ríkja hefur einhverja sjálfstjórn með eigin ríkisstjórn og sérstök lög á ákveðnum sviðum. Samhliða hafa þau svo eina sameiginlega stjórn sem stjórnar meðal annars utanríkis- og varnarmálum. Þau hafa líka sameignlegt löggjafarþing sem setur sameiginleg lög. Bandaríkin eru dæmi um slíkt sambandsríki. Schuman sá fyrir sér að Evrópuríkin mundu í framtíðinni skipa sér saman í eitt stórríki, eins konar Bandaríki Evrópu. Ríki eins og Þýskaland, Frakkland og önnur þjóðríki yrðu bara fylki í þessu nýja Evrópuríki. Draumur Schumans um evrópskt sambandsríki hefur ekki ræst ennþá og óvíst hvort það verður nokkurn tímann. Suma evrópska stjórnmála- menn dreymir það en aðrir eru tortryggnir á hugmyndina. Flestir Evrópubúar líta á sig sjálfa sem Breta, Frakka, Þjóðverja, Ítali og svo framvegis, ekki fyrst og fremst sem Evrópumenn. Margir hafa litla trú á að þjóðríkin eigi að afsala sér meiri völdum til yfirþjóðlegra stofnana Evrópusambandsins. Samstarfsörðugleikar Árið 2003 var haldin þjóðaratkvæða- greiðsla í Svíþjóð um það hvort Svíar ættu að taka upp evru í staðinn fyrir sænska krónu. Meirihlutinn sagði nei við evrunni og Svíar héldu sinni krónu. Það hefur orðið algengt í mörgum löndum að halda þjóðaratkvæða- greiðslur til að taka ákvarðanir um mikilvæg mál í Evrópusamstarfinu. Í Noregi hefur tvisvar verið kosið um aðild að bandalaginu, 1972 og 1994. Í bæði skiptin greiddi meirihlutinn atkvæði gegn aðild. En einnig innan sambandsins hafa stjórnmálamenn vísað því til þjóðanna að taka mikil- vægar ákvarðanir. Þá hefur oft komið í ljós að almenningur er tregari til Evrópusamstarfs en stjórnmálamenn- irnir. Margir óttast að hagsmuna þeirra verði ekki gætt þegar ákvarðanir eru teknar langt í burtu, í Brüssel. Árið 2004 komu stjórnir Evrópu- sambandsríkja sér saman um nýjan samstarfssamning sem átti að koma í stað eldri samninga og verða eins konar stjórnarskrá sambandsins. En fyrst varð að samþykkja nýja samninginn í hverju einstöku landi. Árið eftir var farið að halda þjóðaratkvæðagreiðslur um hann, og meirihlutinn felldi hann í Hollandi og Frakklandi. Eftir það gat hann ekki gengið í gildi og stjórnmálamenn urðu að byrja að semja upp á nýtt. Samstarf Evrópulandanna gengur ekki alltaf átakalaust.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=