Frelsi og velferð

a FRELSI OG VELFERÐ : Sameining og klofningur í Evrópu 115 maður á slíku ferðalagi mátti búast við að þurfa að sýna vegabréfið sitt býsna oft þegar hann eða hún fór yfir landamæri. Auk þess varð að skipta peningum í hvert skipti sem komið var í nýtt land. Venjulega fór fólk raunar að heiman með safn af ólíkum gjaldmiðlum, þýsk mörk, franska franka, hollensk gyllini, ítalskar lírur og spænska peseta. Enn er hægt að ferðast með inter- rail. Nú á dögum eru jafnvel enn fleiri lönd með í samstarfinu um það. Þó þarf ekki lengur að setja sig inn í muninn á verðmæti gjaldmiðla á svæðinu. Í miklum hluta Evrópu er nú hægt að borga með evrum. Eftirlitið er líka horfið á flestum landamærum Vestur-Evrópu. Þetta eru líklega þær breytingar sem almenningur finnur mest fyrir. Evran var tekin upp sem sameigin- legur gjaldmiðill í Evrópusambandinu árið 1999. Hvert ríki fékk að ákveða fyrir sig hvort það vildi vera með í því. Bretar, Danir og Svíar kusu að halda ríkisgjaldmiðlum sínum, en önnur aðildarríki tóku evruna upp. Landamæraeftirlit var afnumið á milli sjö Evrópusambandslanda þegar Schengen-samkomulagið gekk í gildi árið 1995. Með samkomulaginu var ákveðið að fólk gæti ferðast hindrunarlaust á milli landanna án þess að þurfa að sýna vegabréf. Síðar hafa fleiri ríki gerst aðilar að þessu samkomulagi, nokkur þeirra utan Evrópusambandsins, þeirra á meðal Noregur og Ísland. Nokkur Evrópusambandsríki hafa á hinn bóginn haldið sig utan við samkomulagið, þeirra á meðal Bretland. FINNLAND AUSTURRÍKI HOL- LAND BELGÍA ÍTALÍA SPÁNN SVÍÞJÓÐ FRAKKLAND ÍRLAND PORTÚGAL DANMÖRK LUX . BRETLAND Vöxtur Evrópusambandsins Upprunaleg aðildarlönd 1957 Aðild 1973 Aðild 1981 Aðild 1986 Aðild 1990 Aðild 1995 Aðild 2004 Aðild 2007 BÚLGARÍA RÚMENÍA MALTA KÝPUR UNGVERJALAND SLÓVENÍA TÉKKLAND PÓLLAND EISTLAND LETTLAND LITHÁEN SLÓVAKÍA VESTUR- ÞÝSKA- LAND AUSTUR- ÞÝSKA- LAND GRIKKLAND

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=