Frelsi og velferð

a 114 FRELSI OG VELFERÐ : Sameining og klofningur í Evrópu NÆRM Y N D Skil austurs og vesturs hverfa Kalda stríðið milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna setti svip sinn á Evrópu í marga áratugi. En á árinu 1989 urðu kommúnistastjórnir í Austur-Evrópu hver af annarri að láta af völdum og fá þau lýðræðislega kosnum stjórnvöldum. Í flestum löndunum var innleitt markaðshagkerfi og flest ríkin vildu ganga í Evrópusambandið. Mesta stækkun Evrópusambandsins til þessa varð árið 2004 þegar tíu ríki gengu í það. Meðal þeirra voru þrjú fyrrverandi Sovétlýðveldi, Eistland, Lettland og Litháen, og fimm önnur fyrrum kommúnistaríki, Pólland, Ungverjaland, Tékkland, Slóvakía og Slóvenía. Árið 2007 urðu Búlgaría og Rúmenía líka aðildarríki. Skilin sem höfðu einkennt Evrópu svo lengi voru horfin. Vegabréfafrelsi og sameiginleg mynt Á áttunda og níunda tug aldarinnar var vinsælt hjá ungu fólki í Vestur-Evrópu að fara í lestarferðir um Evrópu. Hægt var að kaupa svokallaða interrail-farmiða sem giltu á flestum lestarleiðum í 21 landi í mánuð. Ungur EFTA – efnahagssamvinna utan Evrópusambandsins Á árunum eftir síðari heimsstyrjöld litu Bretar enn á ríki sitt sem stórveldi. Þeir áttu enn miklar nýlendur í Afríku og Asíu og þó að þær yrðu sjálfstæðar hver af annarri héldu íbúar landanna áfram að versla við Bretland. Bretar höfðu því ekki mikinn áhuga á náinni samvinnu við önnur Evrópuríki og áttu ekki aðild að Rómarsáttmálanum 1957. Í staðinn höfðu þeir frumkvæði að samvinnu utan Evrópusambandsins sem var ekki eins skuldbindandi. Bretar fengu Norðmenn, Svía, Dani, Svisslendinga, Austurríkismenn og Portúgala með sér og stofnuðu með þeim fríverslunarbandalagið EFTA árið 1960. Árið eftir bættist Finnland við og enn síðar Ísland og Liechtenstein. EFTA-löndin sömdu um frjálsa verslun sín á milli en þau höfðu ekki sameiginlegar tollareglur gagnvart öðrum ríkjum, eins og Evrópubandalagsríkin höfðu. EFTA hafði heldur ekki neinar yfirþjóðlegar stofnanir. Eftir nokkur ár skiptu Bretar um stefnu. Þeir sáu að samstarfið í Evrópubandalaginu var ábatasamt og árið 1973 gengu Bretar í það. Síðar hafa fleiri EFTA-ríki gert það sama og nú eru aðeins Noregur, Sviss, Ísland og Liechtenstein eftir í EFTA. Árið 1994 stofnuðu Evrópusambandið og EFTA (nema Sviss) saman Evrópska efnahagssvæðið. Í því felst að reglur Evrópusambandsins um hindrunarlausa flutninga á fólki, vörum, þjónustu og fjármagni gilda líka um Noreg, Ísland og Liechtenstein. Þessi lönd taka þannig verulegan þátt í efnahagssamvinnunni en ekki í því að setja sambandinu lög og reglur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=