Frelsi og velferð

a 112 FRELSI OG VELFERÐ : Sameining og klofningur í Evrópu Við verðum að tryggja varanlegan frið í Evrópu og efnahagsvöxt með frjálsri verslun! afdrifaríkt skref í átt til þess sem síðar var kallað Evrópubandalagið og nú Evrópusambandið. Þetta var athyglisvert vegna þess að þarna sömdu ríki, sem höfðu nýlega barist hvert við annað í stríði, um að skuldbinda sig til náinnar samvinnu. Hvers vegna gerðu þau það? Allar aðildarþjóðirnar áttu sameiginlega óskina um frið og hagvöxt. Almennt var talið að frjáls verslun, verslun milli landa án tolla og annarra hindrana, mundi stuðla að hagvexti. Kalda stríðið og óttinn við Sovétríkin styrkti þá skoðun að lönd Vestur-Evrópu ættu að bindast nánum böndum. En einstök aðildarríki höfðu líka sínar sérstöku ástæður til að ganga í Evrópubandalagið. Rómarsamningurogstofnun Efnahagsbandalags Árið 1957 urðu aðildarríki Kola- og stálsambandsins sammála um að víkka samstarfið út. Þau gerðu samning, Rómarsamninginn, um að stofna Efnahagsbandalag Evrópu. Í Rómarsamningnum skuldbundu ríkin sig til að koma á sameiginlegum markaði, ekki aðeins með kol og stál heldur hvers konar vörur og þjónustu. Mikilvæg regla Rómarsamningsins var um „fjórfrelsið“, að flytja mætti vörur, þjónustu, fjármagn og fólk hindrunarlaust yfir landamæri landanna. Í reynd tók það nokkra áratugi að koma fjórfrelsinu í verk. Rómarsamningurinn var samt .

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=