Frelsi og velferð

a FRELSI OG VELFERÐ : Sameining og klofningur í Evrópu 111 Schuman-yfirlýsingin „Heimsfriðinn er aðeins hægt að tryggja með skapandi kröftum sem eru eins sterkir og þær hættur sem ógna þeim. Framlagið sem skipulögð og lifandi Evrópa getur lagt heimsmenningunni til er algjörlega nauðsynlegt til að Kola- og stálsambandið – friðaráætlun Hinn 9. maí 1950 hélt Robert Schuman ræðu sem síðar var kölluð Schuman-yfirlýsingin. Fyrir hönd frönsku stjórnarinnar bauð hann Vestur-Þjóðverjum til samvinnu af alveg nýju tagi. Hann stakk upp á að framleiðsla á kolum og stáli skyldi lúta stjórn sameiginlegrar yfirþjóðlegrar stofnunar. Með því móti yrðu Þjóðverjar og Frakkar háðir hvorir öðrum. Þar að auki yrði ógerlegt að vígbúast án kola og stáls og því gæti hvorugt ríkjanna vígbúist án þess að hitt yrði vart við það. Allt þetta mundi gera ómögulegt fyrir Frakka og Þjóðverja að heyja stríð oftar. Auk þess mundu bæði löndin njóta góðs af verðmætum frá hinum umdeildu landamærasvæðum og þá hefðu þau enga ástæðu til að fara í stríð. Tillaga Schumans sló í gegn og árið 1951 var Kola- og stálsamband Evrópu stofnað. Til viðbótar Vestur-Þýskalandi og Frakklandi voru Luxemburg, Belgía, Holland og Ítalía aðilar að því. Með því fengu þessi sex lönd sameiginlegan markað með kol og stál. Þetta var fyrsta skrefið í átt til Evrópusambands. NÆRM Y N D Evrópudagurinn 9. maí er nú haldinn hátíðlegur sem Evrópudagurinn, nánast sem afmælisdagur Evrópusambandsins. Það stafar af því að þann dag árið 1950 hélt Robert Schuman ræðu sína sem leiddi til þess að samstarf Evrópuríkja hófst. Yfirþjóðleg stofnun er sett saman af fulltrúum fleiri en eins ríkis og hefur æðra vald en ríkisstjórn hvers einstaks ríkis. S M Þ M F F L 1 2 3 4 5 6 7 8 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 2O 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 9 Maí viðhalda friðsamlegum samskiptum. [...] Sameining evrópskra þjóða krefst þess að aldalangur ágreiningur Frakka og Þjóðverja hverfi [...] Ríkisstjórn Frakka stingur upp á að frönsk og þýsk framleiðsla á kolum og stáli verði sett undir sameiginlega æðstu stjórn [...] Sameiginleg kola- og stálframleiðsla mun umsvifalaust skapa sameiginlega forsendu fyrir efnahagslegri uppbyggingu, fyrsta skrefið í átt að evrópsku sambandsríki. Það mun breyta örlögum þessara svæða sem svo lengi hafa snúist um framleiðslu vopna til að heyja stríð sem þau hafa sjálf beðið skaða af. Með þessu verður til samstaða um framleiðslu sem merkir að stríð milli Frakka og Þjóðverja verður óhugsandi og ómögulegt [...]“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=