Frelsi og velferð

a 110 FRELSI OG VELFERÐ : Sameining og klofningur í Evrópu var kallaður í þýska herinn í fyrri heimsstyrjöldinni. Eftir stríðið varð Alsace-Lorraine hluti af Frakklandi og við það varð Schuman „franskur“ og tók þátt í frönskum stjórnmálum. Í síðari heimsstyrjöldinni starfaði hann í andspyrnuhreyfingu gegn nasistum. Hann var handtekinn af Þjóðverjum en tókst að flýja. Þegar síðari heimsstyrjöldin var á enda og Evrópa í rústum var stóra spurningin hvernig væri hægt að skapa varanlegan frið. Margir töldu nauðsynlegt að koma á samstarfi með Frökkum og Þjóðverjum til að hindra nýjar styrjaldir. Robert Schuman varð litlu síðar utanríkisráðherra Frakka og hann lagði sig fram um að koma slíku samstarfi á. Gamlir fjendur verða vinir Í maí 2007 var fagnað á götunum í mörgum borgum í Evrópu. Í Berlín söfnuðust þúsundir saman á rokkhátíð. Í Madrid lögðu skólanemendur niður stórt Evrópu-pússluspil. Í Dyflinni bauð fólk velkomna lest frá Belfast og veifaði bláum Evrópusambandsfánum. Ástæða þessara hátíðarhalda árið 2007 var sú að liðin voru 50 ár síðan Rómarsamningurinn var undirritaður árið 1957. Hann er talinn upphafið að þeirri Evrópusamvinnu sem þróaðist upp í Evrópusambandið. En samvinnan hafði raunar byrjað nokkrum árum fyrr. Umdeild landamærahéruð Við landamæri Frakklands og Þýska- lands finnst mikið af járni og kolum í jörð. Þetta voru (og eru) mikil verðmæti fyrir iðnað. Áður fyrr vildu bæði Frakkar og Þjóðverjar ráða yfir þessum svæðum og þau voru meðal ágreiningsefna í mörgum skaðlegum styrjöldum. Robert Schuman ólst upp í Elsass-Lothringen undir lok 19. aldar. Þá tilheyrði héraðið Þýskalandi, og Schuman gekk í þýska skóla og Að ofan: Skólanemar í Madrid leggja Evrópupússluspil í tilefni af Evrópudeg- inum 2007. Til hægri: Ro- bert Schuman (1886–1963) telst vera einn af frum- kvöðlum Evrópusam- bandsins. Hann kom sjálfur frá umdeildu landamærasvæði á mörkum Frakk- lands og Þýskalands og fékk reynslu af báðum heimsstyrj- öldunum. Eftir síðari styrjöldina lagði hann sig fram um að koma á samstarfi Evrópuríkja til þess að tryggja varan- legan frið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=