Frelsi og velferð

a FRELSI OG VELFERÐ : Friður á jörð . . . 9 Á fána Sameinuðu þjóðanna er kort af jörðinni þar sem horft er á hana frá norðri þannig að norðurpóllinn er í miðju. Umhverfis jörðina eru ólífu- viðargreinar sem eru friðartákn enda áttu Sameinuðu þjóðirnar að tryggja alheimsfrið. Viðfangsefni 5 Þátttökuríki Sameinuðu þjóðanna voru upphaflega um 50. Farið inn á vefsíðu Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, http: /www.un.is, og komist að því hvað þau eru mörg núna. 6 Lesið um Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna á http: /www.un.is. Semjið lista með mikilvægustu réttindunum. Heimildavinna 7 Lesið útdráttinn úr sáttmála Sameinuðu þjóðanna á bls. 6. Skrifið með ykkar eigin orðalagi hver eru helstu markmið samtakanna. Finnið svar 1 Hvaða aðstæður í heiminum leiddu til þess að Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar? 2 Hver voru mikilvægustu verkefni Sameinuðu þjóðanna? 3 Hvað er hnattvæðing? Umræðuefni 4 Hvers vegna var sérstaklega erfitt eftir síðari heimsstyrjöldina að halda því fram að Evrópubúar hefðu rétt til að ráða yfir öðrum þjóðum?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=