Frelsi og velferð

b 106 FRELSI OG VELFERÐ : Sjálfstæðisbarátta í nýlendunum Heimildavinna 34 Farið inn á vefsíðu Þróunarsamvinnu- stofnunar Íslands: http://iceida.is/islenska. a Skrifið niður hvaða verkefnum stofnunin hefur einkum sinnt og í hvaða löndum. b Skiptið ykkur í hópa, hæfilega stóra til þess að allur bekkurinn komist að, og takið fyrir eitt land eða eitt verkefni hver hópur. c Skrifið skýrslu um það land eða það verkefni sem hefur komið í hlut ykkar hóps. Við hvað var fengist, hver er árangurinn fram að þessu og að hverju er stefnt, ef enn er unnið að verkefninu? Finnið svar 23 Hvaða áhrif höfðu þjóðernis­ andstæður í fyrrverandi nýlendum? 24 Hvers vegna voru þjóðernisandstæður í nýfrjálsu ríkjunum? 25 Af hverju stafaði afturförin í efnahagslífi þróunarlandanna eftir 1970? 26 Hvaða framfaraspor stigu mörg þróunarríki undir aldamótin 2000? 27 Hvers vegna batnaði ástandið í mörgum þróunarlöndum um 2000? 28 Hvað er NIC-land? Umræðuefni 29 Hvers vegna hefur reynst erfitt fyrir mörg þróunarlönd að verða iðnaðarlönd? Viðfangsefni 30 Farið inn á vef Sameinuðu þjóðanna: www.globalis.is a Berið saman þróun þjóðarframleiðslu í Indlandi, Suður-Afríku, Alsír, Nígeríu, Sambíu og Kambodíu. Hvað kemur í ljós? b Búið til veggspjald þar sem þið setjið niðurstöður ykkar fram. 31 Berið saman Gandhi og Mandela. Finnið þið eitthvað líkt með þeim? 32 Farið inn á heimasíðu Utanríkis- ráðuneytisins og reynið að komast að því hvað Íslendingar verja miklu fé til þróunaraðstoðar nú og til hvers henni er einkum varið. 33 Hvernig væri hægt að bæta og auka þróunarhjálp Íslendinga?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=