Frelsi og velferð

b FRELSI OG VELFERÐ : Sjálfstæðisbarátta í nýlendunum 105 hvítra og fleiri lög um aðskilnað voru afnumin. Eftir marga samningafundi milli hvítu stjórnendanna og ANC voru loks haldnar frjálsar kosningar árið 1994. ANC fékk yfir 60% atkvæða og stofnuð var ríkisstjórn með leiðtoga ANC, Nelson Mandela, sem forseta. NÆRM Y N D NÆRM Y N D Nelson Mandela Nelson Mandela (f. 1918) varð sem leiðtogi ANC sameiningartákn fyrir svarta meirihlutann í Suður-Afríku. Allt frá æsku barðist hann fyrir jafnrétti í landinu en árið 1964 var hann handtekinn og sat í fangelsi í 27 ár, allt til 1990. Eftir samningaviðræður á næstu árum urðu stjórnarleiðtogi Suður-Afríku, Frederik Willem de Klerk, og Mandela sammála um að halda frjálsar kosningar. Mandela sigraði í kosningunum 1994 og varð forseti Suður-Afríku. Mandela og de Klerk fengu friðarverðlaun Nobels árið 1993 fyrir framlag sitt til lýðræðis í landinu. Í Afríku er víða skortur á hreinu og heilnæmu vatni, en sums staðar er hægt að grafa brunna ef fjármagn er fyrir hendi. Í Afríkulandinu Malaví hafa verið búin til fyrir íslenskt þróunarfé mörg vatnsból af því tagi sem er sýnt á myndinni. Konan verður að dæla vatninu upp með handafli, en samt er mikið framfaraspor að fá aðgang að slíku vatnsbóli. Ísland og þróunarlöndin Þótt Íslendingar séu með auðugustu þjóðum í heimi hafa þeir aldrei verið örlátir við þróunarlönd. Framan af þáðu þeir raunar þróunarhjálp Sameinuðu þjóðanna, meðal annars til rannsókna vegna fyrirhugaðra stórvirkjana fyrir álbræðslu. En árið 1971 var komið á fót stofnun sem hét Aðstoð Íslands við þróunarlöndin, síðar Þróunarsamvinnu- stofnun Íslands. Til að byrja með tóku Íslendingar mestmegnis þátt í verkefnum sem aðrar Norðurlandaþjóðir skipulögðu en síðar hafa þeir staðið að sérstökum verkefn- um, aðallega í Afríku. Sameinuðu þjóð- irnar hafa hvatt til þess að iðnvæddar þjóðir legðu fram til þróunarhjálpar 1%, síðar 0,7%, af þjóðartekjum sínum. Íslendingar hafa aldrei komist svo hátt. Hæst varð framlag þeirra 0,4% af þjóðar- tekjum árið 2008 en hefur dalað niður í 0,2–0,3% eftir hrun fjár- málakerfisins.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=