Frelsi og velferð

b 104 FRELSI OG VELFERÐ : Sjálfstæðisbarátta í nýlendunum Lýðræði í Suður-Afríku Framan af hafði Suður-Afríka mestan hagvöxt af öllum ríkjum Afríku en hann byggðist á undirokun svarta meirihlutans í landinu. Undir 1980 kom olíukreppan líka til Suður-Afríku. Hún leiddi til mikils atvinnuleysis sem kom sérstaklega við svertingja. Kreppan varð ennþá verri en ella vegna þess að mikill hluti heimsins sýndi andúð sína á kynþáttastefnunni með því að banna viðskipti við landið. Í mörgum löndum var bannað að kaupa vörur frá Suður-Afríku, selja vörur þangað eða lána peninga. Efnahagskreppan og þrýstingur frá umheiminum varð til þess að stjórn Suður-Afríku dró úr aðgreiningu kynþáttanna. Til dæmis var afnumið bann við hjónaböndum svartra og Hinn 16. júní 1976 skaut suður-afrískt lögreglulið á svarta skólanema í borgarhlutanum Soweto í Jóhannesarborg og drap 556 þeirra. Um 10.000 skólanemar höfðu farið í kröfugöngu gegn því að þeir fengu aðeins að litlu leyti kennslu á eigin tungumáli. Morðin vöktu mikla athygli og leiddu til þess að mörg ríki settu viðskiptabann á Suður-Afríku. Nelson Mandela tekur við forsetaembætti Suður-Afríku.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=