Frelsi og velferð

a FRELSI OG VELFERÐ : Sjálfstæðisbarátta í nýlendunum 103 Árið 2005 sam- einuðust samtök, stjórnmálamenn, frægt fólk og almenningur gegn fátækt í heiminum undir slagorðinu „Make poverty history“. Litla myndin sýnir Bob Geldof, írskan söngvara, lagahöf- und og baráttumann gegn fátækt í Afríku. Betri tímar Í mörgum þróunarlandanna voru einræðisstjórnir sem fengu æ minni stuðning íbúanna, bæði vegna vaxandi fátæktar og harðstjórnar. Samtímis kenndu margir gömlu nýlenduveldunum um að ekki gekk betur, sögðu að þau hefðu í langan tíma tæmt löndin af verðmætum. Versnandi lífskjör í þróunarlöndunum og vaxandi gagnrýni á fyrrum nýlendu- veldi urðu til þess að mikill hluti af skuldum skuldugustu ríkjanna var gefinn eftir, til dæmis við Bangladesh, Zambiu og Sri Lanka. Alþjóðasamfélagið stuðlaði líka að lýðræðisþróun með því að veita efnahagsaðstoð. Vaxandi óánægja almennings í nýfrjálsu ríkjunum ásamt aukinni efnahagsaðstoð og þrýstingi frá alþjóðasamfélaginu fór að hafa áhrif undir lok 20. aldar. Mörg nýfrjáls ríki tóku að leggja áherslu á iðnað; margar einræðisstjórnir voru settar NÆRM Y N D af, kosningar á milli stjórnmálaflokka og tjáningarfrelsi komust á í mörgum löndum. Áfram var fátæktin mikil en í fyrsta sinn í mörg ár fundu margir fyrir batnandi efnahag, aukinni velferð og velmegun. Fleiri fengu tækifæri til að ganga í skóla, heilbrigðisþjónusta batnaði, fleiri fengu hreint vatn og fólk lifði lengur. Nýiðnvædd lönd Á síðustu tveimur áratugum 20. aldar varð mikill hagvöxtur í nokkrum Asíulöndum, svo sem Suður-Kóreu, Taiwan og Singapore, og leiddi það til stórbættra lífskjara í þessum löndum. Þau höfðu ekki farið eins illa út úr olíukreppunni 1973 og mörg Afríkulönd. Þar hafði verið byggður upp iðnaður síðan í lok síðari heimsstyrjaldar og mikil áhersla lögð á skólamenntun fólks til að það gæti starfað í tækniþróuðum iðnaði. Þessi lönd eru kölluð nýiðnvædd lönd eða NIC-lönd ( Newly Industrialized Countries ).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=