Frelsi og velferð

a 102 FRELSI OG VELFERÐ : Sjálfstæðisbarátta í nýlendunum urðu nýfrjálsu ríkin að draga úr velferðarútgjöldum. Til dæmis lækkuðu mörg ríki niðurgreiðslur á matvörum sem höfðu haldið verði á þeim lágu; líka var dregið úr heilbrigðisþjónustu og skólahaldi. Olíukreppan leiddi þannig til aukinnar fátæktar, sérstak- lega í Afríku sunnan Sahara, til dæmis í Súdan og Rwanda. Hvers vegna fluttu ríkin ekki út eitthvað annað en hráefni þegar hrávöruverðið féll? Svarið er það að þau höfðu ekkert annað til að flytja út. Á nýlendutímanum höfðu nýlenduveldin lagt kapp á að þar væru aðeins framleiddar örfáar tegundir af hráefnum. Af því leiddi að nýfrjálsu ríkin höfðu enga aðra möguleika í útflutningi, sem þau gátu bjargað sér á í bili, þegar olíukreppan skall á og hráefnaverðið féll. Iðnaðarlönd og þróunarlönd Til þróunarlanda teljast Afríkulönd sunnan Sahara, til dæmis Uganda og Rwanda, líka nokkur Asíulönd eins og Sri Lanka og Bangladesh. Iðnaðarlönd eru meðal annarra lönd Evrópu, Bandaríkin, Ástralía og Japan. En oft er mikill munur á kjörum fólks innan landa, bæði í þróunarlöndum og iðnaðarlöndum. Þannig eru margir auðugir í þróunarlöndum og margir fátækir í iðnaðarlöndum. Taflan sýnir nokkur atriði sem einkum skilja á milli þróunarlanda og iðnaðarlanda. NÆRM Y N D Iðnaðarlönd Mikill útflutningur margvíslegra vara Lítið atvinnuleysi Velferð og velmegun Löng Þróunarlönd Lítill útflutningur, mest hráefni Mikið atvinnuleysi Fátækt Stutt Efnahagur Atvinna Lífskjör Meðalævilengd Þessi afrísku stúlkubörn eru sýnilega að bíða eftir að fá eitthvað í pottana sem þær halda á. Hvað haldið þið að það sé? Líklega fá þær vatn í stóru pottana en kannski einhvern mat í þá litlu. Ætli þessar stúlkur séu ekki í flóttamannabúðum? Annars bjarga flestir Afríkumenn sér sjálfir með mat og vatn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=