Frelsi og velferð

a FRELSI OG VELFERÐ : Sjálfstæðisbarátta í nýlendunum 101 til þess að skapa fjandskap milli þeirra sem studdu nýlendustjórnina og hinna sem héldu uppi andspyrnu gegn henni. Langvarandi nýlendustjórn varð líka til þess að íbúarnir týndu lýðræðislegum stjórnarháttum sínum sem hefðu getað hjálpað þeim til að vinna saman þótt þeir væru af ólíkum þjóðum. Afturför Olíukreppan árið 1973 hafði leitt til þess að iðnaðarframleiðsla vestrænna landa hafði minnkað vegna þess að iðnaðurinn komst ekki af án olíu. Þetta varð til þess að vestræn lönd fluttu minna inn af hráefnum svo sem kakó, sykri og bómull, frá fyrrum nýlendum. Af því leiddi að nýfrjálsu ríkin fengu minna fyrir útflutningsvörur sínar. Samtímis hækkuðu Vesturlandamenn vexti á lánum sem þeir höfðu lánað nýfrjálsum löndum því að þeir þurftu á peningum að halda. Þegar komu saman minni tekjur og aukin vaxtagjöld Vandamál nýfrjálsu ríkjanna Eftir að sjálfstæði var komið á var fólk í fyrrverandi nýlendum ánægt með að geta loksins stjórnað sér sjálft. Hátt afurðaverð og efnahagshjálp frá Vesturlöndum gáfu góða von um bjarta framtíð. En smám saman lentu mörg ný ríki í Afríku og Asíu í miklum efnahagsvandræðum og fátækt jókst, sérstaklega í Afríku sunnan Sahara. Hvers vegna reyndist svona erfitt fyrir íbúa í fyrrverandi nýlendum að skapa velferð og velmegun í löndum sínum? Þjóðernisandstæður Mörg ríki, sérstaklega í Afríku, áttu erfitt með að skapa velferð og velmegun meðal íbúa sinna. Vissulega fengu mörg þeirra efnahagshjálp frá umheiminum. Mörg landanna tóku upp lýðræði og fengu ólíka stjórnmálaflokka eftir að þau urðu sjálfstæð. En þjóðernislegar andstæður milli ólíkra pólitískra hópa voru oft svo miklar að stjórnmálamenn gátu ekki sameinast um stefnu að efnahagslegri viðreisn. Víða leiddu þessar andstæður til borgarastyrjalda sem gerðu lífskjör almennings enn verri en áður. Í mörgum ríkjanna tók herinn völdin í því skyni að bæla andstæðurnar og knýja fram sameiginlega stefnu. En reynslan varð oftast sú að þessir valdhafar höfðu mestan áhuga á að auðga sjálfa sig og stuðningsmenn sína. Að hluta til var ágreiningurinn gömlu nýlenduveldunum að kenna. Þegar Frakkar, Bretar og fleiri þjóðir lögðu nýlendurnar undir sig lögðu þeir oft landamæri þvert á þau svæði sem þjóðir innfæddra byggðu. Oft tóku nýlenduveldin líka upp samvinnu við eina þjóð sem hjálpaði þeim til að halda völdum í nýlendunni. Þetta varð NÍGERÍA Lagos Sjálfstæði Nígeríu 1960 varð upphafið að átta ára löngu borgarastríði milli kristinna í suðurhlutanum og múslima í norðurhlutanum. Þeir kristnu vildu slíta sig út úr Nígeríu og stofna sitt eigið ríki. Það tókst þeim ekki og Nígería var áfram eitt ríki.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=