Frelsi og velferð

a 100 FRELSI OG VELFERÐ : Sjálfstæðisbarátta í nýlendunum ofbeldi hafi þær ekki náð að gera hugsjón lýðræðisins að veruleika. Í því lýðræðiskerfi sem ég sé fyrir mér, lýðræði sem skapast án ofbeldis, hafa allir sama frelsi. Hver og einn verður sinn eigin herra. Það sem ég býð ykkur í dag er að taka þátt í baráttu fyrir slíku lýðræði. Um leið og þið skiljið þetta munuð þið gleyma andstæðum hindúa og múslima og hugsa um ykkur sjálf aðeins sem Indverja sem berjast einni baráttu fyrir sjálfstæði.“ Úr ræðu sem Mahatma Gandhi hélt árið 1942. 22 Lesið klausuna úr ræðu Gandhis og svarið spurningunum: a Hver er boðskapur ræðunnar? b Hvað finnst ykkur um samanburð Gandhis á frelsisbaráttu Indverja, Frakka og Rússa? c Hvað má ráða af ræðuklausunni um Indland og Gandhi? Þjálfið hugann 20 Eitt á ekki heima hér a Gandhi , Indland, Mandela, Nkrumah b Frakkland, Alsír, Bretland, FLN c Aðskilnaðarstefna, nasismi, ANC, Suður-Afríka 21 Bannorð Skilgreinið orðið aðskilnaðarstefna án þess að nota nokkurt af eftirtöldum orðum: kynþáttahyggja, mismunun, þjóðernissinnar eða Suður-Afríka. Heimildavinna „Ég held að hvergi í sögu heimsins hafi starfað sannari lýðræðisleg frelsishreyfing en okkar. Ég las bók Carlyles um frönsku stjórnarbyltinguna þegar ég sat í fangelsi og Pandit Jawaharlal (Nehru) hefur sagt mér margt um rússnesku byltinguna. En það er sannfæring mín að af því að þessar byltingar voru framdar með Kjarni * Eftir blóðugt stríð við franska nýlendustjórn varð Alsír sjálfstætt ríki árið 1962. * Þegar Indland varð sjálfstætt árið 1947 leit um hríð út fyrir að þar brytist út stríð milli hindúa og múslima. Til að koma í veg fyrir það komu stjórnir Indverja og Breta sér saman um að skipta Indlandi í tvö ríki, Indland og Pakistan. * Í Suður-Afríku komu hvítu valdhafarnir á aðskilnaði kynþátta. Svartir íbúar landsins stofnuðu frelsishreyfinguna ANC sem hafði uppi mótmælaaðgerðir gegn valdhöfum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=