Frelsi og velferð

b FRELSI OG VELFERÐ : Sjálfstæðisbarátta í nýlendunum 99 Viðfangsefni 17 Veljið eina fyrrverandi nýlendu, til dæmis Indland, Alsír eða Suður-Afríku. Skiptið ykkur í hópa og gerið tímaás með skýringum eða töflu sem sýnir þróun landsins frá nýlendu til sjálfstæðs ríkis. 18 Héraðið Kasmír í Indlandi og Pakistan hefur verið undirlagt miklum ófriði. Finnið á netinu upplýsingar um hvers vegna það er. 19 Í sögunni hafa verið margir leiðtogar sem gefa ekkert eftir við að koma á breytingum. Veljið ykkur einn þessara leiðtoga eða annan að eigin vali. Kynnið fyrir öðrum baráttumál hans og lífshlaup. Í Suður-Afríku voru aðgreind almenningsklósett fyrir hvíta og svarta. Þeim var ekki leyft að taka þátt í stjórn­ málum, þeir urðu að búa á sérstökum svæðum og ganga í sérstaka skóla. Svartir voru afar óánægðir með aðskilnaðinn. Strax árið 1912 höfðu þeir stofnað frelsishreyfingu sem var kölluð ANC ( African National Congress ). Takmark þeirra var að svarti meirihlutinn fengi völdin í landinu. Í upphafi voru ANC friðsamleg samtök sem beittu ekki ofbeldi en fóru til dæmis í kröfugöngur til að mótmæla aðskilnaðarlögunum. Hvíti minnihlutinn svaraði með valdbeitingu gegn friðsamlegum aðgerðum og með því að banna ANC. Þannig leiddi aðskilnaðarstefnan sífellt til meiri átaka milli hvítra og svartra. Finnið svar 11 Hvers vegna varð sjálfstæðisþróunin í Alsír ofbeldisfull? 12 Hvers vegna varð hún friðsamlegri á Indlandi? 13 Hvers vegna leit um skeið út fyrir að þróunin yrði ofbeldisfull á Indlandi? 14 Hvers konar stjórn komst á í Suður-Afríku eftir að landið varð sjálfstætt? 15 Hvernig varð sjálfstæðisþróun Suður-Afríku ólík því sem gerðist í Alsír og á Indlandi? Umræðuefni 16 Hugtakið eftirnýlendustefna ( neocolonialism ) er stundum notað um stjórnarfar tímans eftir að nýlendurnar urðu sjálfstæðar. Hvað haldið þið að sé átt við með því? a Malala Yousafzai b Greta Thunberg c Martin Luther King d Móðir Teresa e Díana prinsessa f Ataturk g John F Kennedy h Rosa Parks i Jesse Owens j Nelson Mandela

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=