Frelsi og velferð

b 98 FRELSI OG VELFERÐ : Sjálfstæðisbarátta í nýlendunum Indland verður sjálfstætt og klofnar Afnám nýlenduveldis fór friðsam- legar fram í Indlandi. Strax á millistríðsárunum höfðu Indverjar fengið nokkra sjálfstjórn og á árinu 1939 lofuðu Bretar þeim fullu sjálfstæði eftir heimsstyrjöldina. Meðan Frakkar ríghéldu í nýlendur sínar og reyndu að gera íbúa þeirra franska gáfu Bretar smám saman eftir og bjuggu nýlendubúa undir að stjórna sér sjálfir. Þegar Indland var að fá sjálfstæði, árið 1947, leit þó um tíma illa út fyrir að þróunin ætlaði að verða blóðug þar. Meirihluti Indverja vildi styðja hindúatrú en minnihluti múslima hélt uppi hlut íslam. Bretar höfðu haft stjórn á trúarágreiningnum meðan þeir stýrðu landinu en eftir að þeir drógu sig út blossuðu deilurnar upp. Á árinu 1947 urðu margir blóðugir árekstrar milli hindúa og múslima. Til að koma í veg fyrir algert borgarastríð urðu leiðtogar Breta og Indverja sammála um að skipta Indlandi í tvö ríki. Héruð múslima urðu Pakistan en héruð hindúa Indland. Kynþáttaaðgreining í Suður-Afríku Bretar veittu Suður-Afríkubúum sjálfstjórn árið 1910 og fullt sjálfstæði á fjórða áratug aldarinnar. En þá tók minnihluti hvítra manna í landinu völdin. Árið 1948 vann Þjóðernissinnaflokkur hvítra manna sigur í þingkosningum þar sem aðeins hvítir máttu kjósa. Hvítu valdhafarnir komu á kynþátta- aðskilnaði (apartheid). Aðskilnaðar- stefnan byggist á kynþáttahyggju, þeirri skoðun að einn kynþáttur sé æðri en aðrir, og því verði hann að fá að stjórna landinu. Meirihluti svartra var kúgaður. Mahatma Gandhi Mahatma Gandhi (1869–1948) var leiðtogi friðsamlegrar mótspyrnu gegn breska nýlenduveldinu. Mörgum sinnum var hann handtekinn af Bretum en hélt aðgerðum sínum áfram um leið og hann var látinn laus. Friðsamlegar aðferðir hans og fylgi við lýðræðislegt stjórnarform öfluðu honum smám saman mikillar samúðar á Vesturlöndum. Eftir að Indland fékk sjálfstæði reyndi hann að koma í veg fyrir að múslimar mynduðu sitt eigið ríki og bauð þeim sjálfstjórn innan Indlands. En árið 1948 var hann myrtur af hindúiskum trúarofstækismanni sem fannst hann of eftirlátur við múslima. NÆRM Y N D

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=