Frelsi og velferð

a 8 FRELSI OG VELFERÐ : Friður á jörð . . . Norðmaðurinn Trygve Lie var valinn fyrsti framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna árið 1946. Hann var reyndur stjórnmálamaður, hafði starfað í norska Verkamanna- flokknum og var utanríkisráðherra norsku útlagastjórn- arinnar sem sat í London á stríðsárun- um, þegar Noregur var hernuminn af Þjóðverjum. Hvers vegna var valinn maður frá svona tiltölulega litlu ríki? Þá þegar var komin á mikil spenna milli tveggja stórvelda sem höfðu sigrað í stríðinu, Bandaríkj- anna og Sovétríkj- anna (Rússlands). Bæði ríkin grunuðu hitt um að ætla að leggja heiminn undir sig. Þess vegna var mikilvægt að koma sér saman um framkvæmdastjóra sem fylgdi hvorugu stórveldinu. Ísland í Sameinuðu þjóðunum Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar af þeim ríkjum einum sem töldust vera sigurvegarar í stríðinu. Þau urðu að lokum um 50 því að mörg ríki drógust inn í stríðið þegar fram í sótti. Íslenska ríkið taldist ekki stríðsaðili og fékk því ekki að vera með. Ríkisstjórnir Breta og Bandaríkjamanna, sem höfðu forgöngu um stofnun samtakanna, settu það skilyrði að Íslendingar segðu Þjóðverjum eða Japönum stríð á hendur. Það fannst Íslendingum ómögulegt að gera, enda höfðu þeir engan her. Ríkisstjórn Íslands taldi að Íslendingar ættu sanngirniskröfu á að teljast með vegna þess að þeir hefðu lánað Bandaríkjamönnum afnot af landi sínu í stríðinu en það var ekki viðurkennt. Árið eftir kom að þeim ríkjum sem höfðu ekki tekið þátt í stríðinu. Þá sóttu Íslendingar um aðild að samtökunum og umsókn þeirra var samþykkt á allsherjarþinginu. Þann 19. nóvember 1946 tilkynnti ríkisstjórn Íslands formlega að hún féllist á sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ekki voru allir landsmenn sammála um þá ákvörðun. Á Alþingi var umsóknin samþykkt með 36 atkvæðum gegn sex (en tíu sátu hjá eða voru ekki viðstaddir). Andstæðingar aðildar höfðu það á móti henni að aðildarríki voru skylduð til að leyfa útlendum herjum að fara um land sitt ef það væri nauðsynlegt til að halda uppi heimsfriði. Margir Íslendingar vildu umfram allt vera lausir við útlend herlið. Verkefni

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=