Frá Róm til Þingvalla
7 Í R ó m a v e l d i Rómverjar áttu oft í styrjöldum við nágranna sína. Venjulega sigr- uðu Rómverjar og eignuðust lönd þeirra sem töpuðu. Þannig réð Róm yfir stærra og stærra svæði, smám saman allri Ítalíu og síðan fleiri löndum sem voru nefnd skattlönd af því að þau áttu að borga skatt til Rómverja. Á endanum réð Rómaveldi svo mörgum löndum að það var orðið miklu stærra og öflugra en nágrannaríkin. Rómverjar réðu að vísu ekki yfir öllum heiminum en samt eru svona voldug ríki kölluð heimsveldi . Borgríkið hafði breyst í heimsveldi. Nú áttu Rómverjar ekki endilega heima í Rómaborg. Þeir voru út um allt ríkið, sumir að stjórna og aðrir í hernum. Margir fluttust líka út í eitthvert skattlandið til að eiga þar heima, til dæmis sem bændur í sveit. Rómúlus og Remus voru tvíburar í rómverskri þjóð sögu. Sagt er að úlfynja hafi bjargað þeim nýfæddum og látið þá sjúga sig. Sparibúningur rómverskra karlmanna var skikkja sem þeir vöfðu um sig.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=