Frá Róm til Þingvalla

6 Í Rómaveldi Borgríki – heimsveldi Fyrr á öldum átti fólk sums staðar heima í borgríkjum . Þar var hver borg eins og sjálfstætt land þar sem íbúarnir réðu einir yfir borginni sinni og sveitunum í kring. Þannig var Rómaborg: lítið ríki með einni borg og nokkrum sveitum. Rómverjar höfðu þing sem hét þjóðfundur. Það þurfti ekki að kjósa þingmenn því að fullorðnir menn komu sjálfir á þjóðfundinn og greiddu atkvæði þar. Reyndar bara karlmenn, konur réðu engu um málefni borgríkisins. Karlmennirnir réðu ekki heldur allir jafn miklu. Sumir voru höfðingjar og áttu sæti í æðstu stofnun Rómar sem hét öld- ungaráð. Sá sem einu sinni var valinn í öldungaráðið þurfti aldrei aftur að bjóða sig fram og falla kannski í kosningu. Hann var öldungaráðs­ maður alla ævi. Í Róm var ekki forseti og ekki ríkisstjórn heldur voru tveir svonefndir ræðis­ menn æðstu menn borg­ ríkisins. Hjá Rómverjum var ekki siður að sitja til borðs heldur liggja á bekk við að matast.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=