Frá Róm til Þingvalla

77 H v a r v o r u þ a u á f e r ð ? 4. Júlíus Sesar átti heima í Rómaborg . Hann stýrði rómverskum her sem vann alla Gallíu . Þaðan sigldi hann einu sinni til Bretlands . Svo sneri hann heim og varð æðsti maður í Róm . Hann notaði herskip til að elta rómverska óvini sína til Grikklands og alla leið til Egyptalands . Hann var myrtur heima í Róm . 5. Karl mikli var konungur þjóðar sem nefndust Frankar. Höfuð- borg hans var Aachen í Þýskalandi . Karl fór margar herferðir. Einu sinni barðist hann við múslima sem réðu yfir Spáni . Einnig barðist hann við Langbarða á Norður - Ítalíu og lagði ríki þeirra undir sig. Í einni herferðinni vann hann landið sem nú heitir Ungverjaland . Hann lagði líka undir sig lönd Saxa í Norður - Þýskalandi . Karl fór til Rómar þar sem sjálfur páfinn krýndi hann sem keisara. 6. Páll postuli var gyðingur frá Tarsus á suðurströnd Litlu - Asíu . Hann kynntist kristnum mönnum í Jerúsalem eftir dauða Jesú. Síðan ferðaðist hann um Rómaveldi til að boða kristna trú. Hann fór tvær ferðir til Grikklands . Síðast var hann fluttur sem fangi til Rómar (með viðkomu á Krít og Möltu ) og líflátinn þar. Og hvenær? Þetta fólk er nefnt í stafrófsröð. Engin ártöl sýna hvenær það var á ferð. En með því að nota upplýsingar úr bókinni er hægt að finna út hvert þeirra var elst, hvert næst og svo framvegis. Reynum að raða þeim í rétta tímaröð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=