Frá Róm til Þingvalla

76 F r á R ó m t i l Þ i n g v a l l a Hvar voru þau á ferð? Hér á eftir er sagt frá sex persónum úr sögunni. Sumar eru nefndar í bókinni, sumar ekki. Allt var þetta víðförult fólk sem kom til margra landa og staða. Reynum að finna á kortum hvar það var á ferð: 1. Ansgar fæddist þar sem nú er Frakkland þegar Karl mikli var konungur þar. Hann varð munkur og kristniboði í Norður - Þýska­ landi . Hann fór líka kristniboðsferðir til Danmerkur ( Jótlands ) og Svíþjóðar (nálægt Stokkhólmi ). Hann varð biskup í Hamborg og seinast erkibiskup í Brimum ( Bremen ). 2. Auður djúpúðga fæddist í Noregi þar sem faðir hennar var höfð- ingi. Hann gerðist víkingur, sigldi vestur um haf og settist að í Suðureyjum . Auður giftist öðrum víkingi sem var konungur yfir hluta af Írlandi . Hann féll í stríði. Eftir það var Auður með syni sínum sem var víkingakóngur í Skotlandi . Hann féll líka. Þá fór Auður til Íslands og gerðist landnámskona í Dölum við Hvamms­ fjörð . 3. Haraldur harðráði var yngri bróðir Ólafs helga Noregskonungs. Þegar bróðir hans var dáinn og óvinir þeirra komnir til valda flýði hann til Svíþjóðar . Svo fór hann til Kænugarðs (sem nú er Kíev í Úkraínu ) og varð þar hermaður hjá konunginum í Garðaríki . Þaðan fór hann til Miklagarðs (nú Istanbul ) og varð herforingi hjá keisaranum þar. Hann fór meðal annars til Sikileyjar að berj- ast við múslima. Þá fór hann aftur til Garðaríkis og giftist dóttur konungsins. Síðan varð hann konungur í Noregi . Hann gerði inn- rás í England en beið ósigur og féll. Blýanturinn leitar að Suðureyjum þar sem Auður djúpúðga átti heima sem unglingur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=