Frá Róm til Þingvalla

75 G o ð a r o g þ i n g fylgdarlið sitt, annað fólk líka ef það vildi. Fólk var á þingi tvær vikur. Það kom á hestum, hafði með sér nesti og svaf í búðum. Búðirnar voru ekki versl- anir eins og við köllum núna búðir, heldur stór tjöld með hlöðnum veggjum, eiginlega heil hús með tjaldþaki. Hver goði átti sína búð á Þingvöllum. Það var til dæmis í búð Egils sem Þorgerður dóttir hans hitti mannsefnið sitt. Á Alþingi var hægt að kæra menn og dæma eins og á héraðsþingunum. Þar voru líka sett lög. Það gerðu goðarnir sjálfir á fundi sem hét lög- rétta . Goðarnir kusu líka lögsögumann sem átti að kunna öll lög landsins og geta sagt hvað voru rétt lög. Minnir Ísland áður fyrr ekki eitthvað á Rómaborg meðan hún var borgríki löngu áður? Á Íslandi réð enginn kóngur eða keisari. Allir bændur máttu koma á þing líkt og allir rómverskir borgarar gátu sótt þjóðfund. Og goðafundurinn, lögrétta, minnir á öldungaráðið í Róm. En á Alþingi fengu venjulegir bændur aldrei að kjósa eða greiða atkvæði. Goðarnir ákváðu allt. Goðafoss í Skjálfandafljóti er samkvæmt þjóðsögu kenndur við heiðin skurðgoð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=