Frá Róm til Þingvalla

74 F r á R ó m t i l Þ i n g v a l l a Á Íslandi voru margir goðar. Í Borgarfirði voru til dæmis þrír, Egill og tveir aðrir. Hver bóndi í héraðinu tilheyrði einum sérstökum goða, venjulega þeim sem átti heima næst honum. En ef bóndi var ekki ánægður með goðann sinn, þá gat hann skipt um og valið sér annan. Bændurnir, sem höfðu Egil Skallagrímsson fyrir goða, voru kallaðir þingmenn Egils. Samt voru þeir ekkert líkt því sem alþingismenn eru núna. En þeir voru kallaðir þingmenn Egils af því að þeir áttu að fara á þing með honum. Goðarnir þrír í Borgarfirði héldu þing á hverju vori og komu þangað hver með sinn hóp af þingmönnum. Á þinginu var hægt að kæra menn og dæma fyrir afbrot. Tveir menn í héraðinu höfðu kannski verið óvinir og móðgað hvor annan á víxl þangað til þeir börðust og annar dó. Hinn, sem drap hann, var þá kærður á næsta þingi. Goðarnir völdu nokkra bændur til að vera dómarar. Þeir sýknuðu manninn ef hann hafði drepið hinn í sjálfsvörn. Líka ef hinn hafði móðgað hann svo mikið að hann hefði rétt til að hefna sín. Það þótti alveg eðlilegt að drepa fólk til að hefna sín. En ef sá ákærði hafði ekki réttmæta ástæðu til að drepa manninn var hann dæmdur útlægur. Það merkti að hver sem er mátti drepa hann. Þannig voru refsingar í gamla daga þegar ekki var til nein lögregla og ekkert fangelsi. Oftast reyndu menn þó að semja um skaðabætur frekar en láta dæma sig útlæga. Það hafði Bolli gert eftir að hann drap Kjartan. Svona héraðsþing héldu goðarnir um allt land á vorin. Á sumrin var svo Alþingi á Þingvöllum. Þangað komu goðar af öllu landinu með

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=