Frá Róm til Þingvalla

73 G o ð a r o g þ i n g Goðar og þing Við munum eftir kristnitökunni sem var samþykkt á Alþingi. Þar voru höfðingjar landsins og þeir réðu hvað varð að lögum. Við munum líka eftir honum Agli Skallagrímssyni sem fór til Alþingis ásamt Þorgerði dóttur sinni. Það var einmitt á þinginu sem hún trú- lofaðist Ólafi, syni ambáttarinnar Melkorku. Alþingi er líka til núna. Þar eru þingmenn og þeir ákveða hvað eru lög á Íslandi. Sumir þeirra eru ráðherrar. Einn er til dæmis mennta- málaráðherra og ræður yfir skólunum. Allir ráðherrarnir í einu lagi eru nefndir ríkisstjórn. Á fyrri öldum var engin ríkisstjórn á Íslandi og engir ráðherrar. Æðstu menn í landinu voru höfðingjar sem kölluðust goðar . Í heiðinni trú voru guðirnir og gyðjurnar kölluð goð. Höfðingjarnir á Íslandi hétu goðar af því að þeir voru fulltrúar goðanna. Þeir stjórn- uðu blótveislunum þar sem goðin voru dýrkuð. Síðar var kristni- takan samþykkt og bannað að tilbiðja gömlu goðin. Höfðingjarnir voru samt áfram kallaðir goðar – þó að þeir væru kristnir og hættir að trúa á nokkur goð. Egill Skallagrímsson var til dæmis goði. Skallagrímur faðir hans, landnámsmaðurinn, hafði líka verið goði. Þegar hann dó fékk Egill goðorðið (að vera goði, það var kallað goðorð). En þegar Egill var orðinn of gamall til að vera goði, þá tók sonur hans við. Svona erfðu íslensku goðarnir goðorðin líkt og konungssynir í útlöndum erfðu ríki föður síns. Aðeins karlmenn gátu verið goðar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=