Frá Róm til Þingvalla

72 F r á R ó m t i l Þ i n g v a l l a eignaðist hann líka börnin þeirra – þau voru þrælar frá fæðingu. Og ef eigandinn leyfði þrælahjónunum að hafa tekjur, til dæmis að eiga sjálf nokkrar kindur, þá myndu þau nota tekjurnar til að kaupa frelsi handa sér og börnunum. Smám saman hættu Íslendingar að hafa þræla. Það var samt aldrei bannað. Þó að Ísland yrði kristið máttu kristnir menn eiga kristna þræla. Íslenskir þrælahaldarar máttu ala upp þrælabörn og þeir gátu líka keypt sér þræla frá útlöndum. En þeir hættu því smám saman og vildu frekar ráða frjálst fólk í vinnu. Þræl- arnir á Íslandi urðu færri og færri og síðast voru engir eftir. Kennslubók eins og þessi ætti helst að geta útskýrt af hverju. En í rauninni vitum við ekki nákvæmlega af hverju Íslendingum fannst ekki lengur borga sig að hafa þræla. Það er ekki hægt að vita allt um fortíðina. „Kaupir þú ekki bara krakkann líka?“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=