Frá Róm til Þingvalla

71 Þ r æ l a r Þrælar Fornmenn á Íslandi áttu þræla , alveg eins og Rómverjar og Forn- Grikkir og margar aðrar fornar þjóðir. Við munum til dæmis að Melkorka var ambátt sem víkingar höfðu rænt og selt til Íslands. Og í sögum af landnámsmönnum og öðrum fornmönnum höfum við örugglega rekist á þræla og ambáttir, til dæmis í sögunni af fóstbræðrunum Hjörleifi og Ingólfi. Að eiga þræl var næstum eins og að eiga hest. Eigandinn gat ráðið yfir þrælnum eins og honum sýndist, sagt honum að vinna hvað sem var og selt hann eða gefið ef hann kærði sig ekki um að eiga hann lengur. Ef eigandinn leyfði þrælum að giftast gátu þeir átt eigið heimili. Hann þurfti ekki að borga þeim neitt kaup en hann gat, ef hann vildi, leyft þeim að vinna sér inn einhverjar tekjur. Hann gat jafnvel gefið þeim frelsi. Ætli sé nú líklegt að margir húsbændur hafi verið að veita þræl- unum sínum þessi réttindi? Jafnvel gefið þeim frelsi? Já, það gat vel verið. Þrælar gátu orðið vinir fjölskyldunnar. Og það gat líka borgað sig að gera vel við þræla svo að þeir vildu vinna vel og vera húsbónda sínum trúir. Þræll, sem hafði von um frelsi á endanum, myndi gera sitt besta til að þóknast eiganda sínum. Ef húsbóndinn leyfði þræl og ambátt að gifta sig og búa saman, þá Úr leiksýningu um ambáttina Brák sem var barnfóstra Egils Skallagrímssonar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=