Frá Róm til Þingvalla

70 F r á R ó m t i l Þ i n g v a l l a Til matar hafði fólk aðallega það sem húsdýrin gáfu af sér. Bæði kýr og kindur voru mjólkaðar. Úr mjólkinni kunni fólk að gera smjör, skyr, ost og ýmislegt fleira. Húsdýrum var líka slátrað og kjötið haft til matar. Auk þess veiddi fólk fisk í sjó og vötnum, veiddi seli og fugla og safnaði eggjum. Nokkrar villtar jurtir kunni fólk að nýta og eitthvað var ræktað af byggi til að hafa í graut og brauð. Smávegis af korni eða mjöli var líka flutt inn frá Noregi. Á móti fengu Norð- menn íslenskt ullarefni til að nota í föt eða segl. Þess háttar efni var búið til á hverjum sveitabæ úr ullinni af kindunum. Það var notað í staðinn fyrir peninga til að borga fyrir hluti. Og auðvitað var það líka notað í föt. Bara f ínustu spariföt voru úr útlendu efni. Bændur voru þeir sem mestu réðu í landinu, sér- staklega ríkir bændur sem áttu stórar jarðir og mörg húsdýr. Flestir strákar ætluðu að verða bændur. Kannski langaði þá til að fara fyrst að heiman og lenda í ævintýrum, til dæmis sem víkingar. En svo vildu þeir eignast jörð og heimili í sveit. Og flestar stelpur ætluðu að verða bóndakonur. Þær gátu kannski hugsað sér að trú- lofast einhverjum frægum víkingi eða skáldi – en það þýddi ekki að giftast honum fyrr en hann væri orðinn bóndi. En gat stelpan ekki orðið bara bóndi sjálf þegar hún yrði stór? Auður djúpúðga hafði verið bóndi, meira að segja landnámskona í heilu héraði. En hún var líka ekkja því hún hafði misst manninn sinn. Þó að gift kona ætti jörð gat hún ekki ráðið yfir búinu sjálf. Maðurinn hennar gerði það.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=