Frá Róm til Þingvalla
69 R ú n i r o g h a n d r i t Sveitafólk Í mörg hundruð ár áttu allir Íslandingar heima í sveit. Þorp eða bæir voru ekki til. Einu heimilin á öllu landinu voru sveitabæir. Og næstum allt sem fólk gerði fór fram heima á sveitabæjunum. Þá voru engar búðir til að versla í, engir skólar fyrir börnin, og full- orðna fólkið fór ekki að heiman til vinnu á morgnana. Allir unnu heima: við að hirða um kýr og kindur, slá grasið og heyja til vetrar- ins, spinna og vefa úr ullinni, smíða og byggja, elda matinn, sauma fötin – gera allt sem þurfti. Ef fólk þurfti að vinna langt frá bænum, til dæmis við að smala kindum eða safna eggjum úr fuglabjörgum eða veiða silung langt inni á heiðum, þá fór það með tjald og nesti. Sjómenn, sem fóru að heiman í margar vikur til að róa á bátum og veiða fisk, héldu til í skýlum úti við sjóinn og komu svo heim á sveitabæina aftur þegar vertíðinni lauk. Eiríksstaðir í Haukadal, bær sem er eftirlíking af húsakynnum fornmanna. Á byggðasöfnum um allt land má sjá muni frá þeim tíma þegar Íslendingar áttu heima í sveit og flestir hlutir voru smíðaðir heima.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=