Frá Róm til Þingvalla
68 F r á R ó m t i l Þ i n g v a l l a til að skrifa heilar bækur. Sögur og kvæði lagði fólk bara á minnið. Vitrir menn, eins og Njáll á Bergþórshvoli, kunnu öll lög landsins án þess að hafa nokkurn tíma lesið þau. Bækur komu með kristninni. Prestar þurftu að vera læsir. Þegar þeir messuðu áttu þeir ekki að kunna allt utan að heldur hafa bók til að minna sig á. Bækur voru ekki prentaðar á pappír heldur skrifaðar með bleki og penna (úr fuglsfjöður) á þunnt skinn af kálfum eða lömbum. Af því að bækur voru skrifaðar með hendinni eru þær kallaðar handrit . Fyrstu handritin á Íslandi voru útlend og notuð í kirkjunni. En svo var líka farið að skrifa bækur á íslensku. Lögin voru skrifuð á bók, líka Landnámabók um landnámsmennina. Seinna var farið að skrifa Íslendingasögur og konungasögur og margt fleira. Sum gömlu handritin eru enn þá til. Þau eru talin þjóðargersemi því að fornritin eru svo merkilegur partur af íslenskri menningu. Eitt frægasta skinnhandritið heitir Möðruvallabók. Í henni eru margar Íslendingasögur, Egils saga, Laxdæla saga, Njáls saga og fleiri.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=