Frá Róm til Þingvalla
66 F r á R ó m t i l Þ i n g v a l l a Oft var hlaðin hæð yfir gröfina til að gera hana sýnilega, svokall- aður haugur . Þess vegna heitir svona greftrun að „heygja“ fólk, og verðmætin sem það fékk með sér kallast haugfé. Í kristni var hætt að nota haugfé og allir jarðaðir í vígðum kirkjugörðum. Eftir kristnitöku þurfti líka að skíra öll börn. En það hafði verið gert með líkum hætti í heiðni, kallað að barnið væri „vatni ausið“. Kannski var það kristin siðvenja sem norrænir heiðingjar höfðu einhvern veginn lært. Þegar prestum fjölgaði var farið að messa í kirkjum landsins. En gamla helgihaldið var bannað. Það hafði kallast blót og snerist um að færa fórnir, líkt og Rómverjar höfðu gert og margar þjóðir aðrar. Það var hægt að vera aleinn við að blóta, en það var líka blótað í fjölmenni, til dæmis á Alþingi, og við samkomur sem hétu blótveislur. Þessar heiðnu fórnfæringar eru allt annað en það sem við köllum „blót“ núna. Kristnir menn sögðu að með blótum væru heiðingjarnir í rauninni að dýrka djöfulinn. Og með því að nota áhersluorð sem tengjast djöflinum, eins og helvíti eða andskoti, voru menn líka taldir dýrka eða ákalla djöfulinn; þess vegna var hægt að kalla það blót. Heiðnir Íslendingar höfðu trúað á margs konar dularfullar verur, svonefndar vættir, og líka á guði og gyðjur líkt og Róm- verjar. Vinsælustu guðirnir hétu Óðinn, Þór og Freyr en Óðinn átti spjótið Gungni og hrafnana Hugin og Munin.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=