Frá Róm til Þingvalla

65 K r i s t n i t a k a n á Í s l a n d i frændur ekki að vera á móti kristnitökunni; annars gæti eitthvað slæmt komið fyrir ungu mennina. Auk þess gæti Ólafur bannað Íslendingum að sigla til Noregs ef þeir samþykktu ekki trúskiptin. Fáum mánuðum eftir kristnitökuna féll Ólafur Tryggvason. Ef Íslendingar höfðu bara tekið kristni til þess að þóknast honum fengu þeir nú tækifæri til að hætta við og verða heiðnir aftur. En það gerðu þeir ekki. Fólk virðist fljótt hafa orðið ánægt með nýju trúarbrögðin og ekki viljað hverfa frá þeim. Fyrst eftir kristnitöku var ekkert í landinu sem þurfti fyrir kristna söfnuði: til dæmis engar kirkjur og engir prestar. En mjög fljótt fóru menn að byggja kirkjur, fyrst litlar kirkjur heima hjá höfðingjunum. Nokkrir útlendir biskupar komu líka til Íslands að hjálpa til við kristnihaldið. Þeir gátu kennt íslenskum piltum að verða prestar – ekki stúlkum því það var harðbannað að konur væru prestar. Og þeir ferðuðust um landið til að vígja kirkjurnar og ferma börnin. Kjartan Ólafsson var veginn skömmu eftir kristnitöku. Þá var engin kirkja og enginn prestur í öllu hans héraði. En móðurbróðir Kjart- ans, sonur Egils Skallagrímssonar, var nýbúinn að byggja kirkju suður í Borgarfirði. Þess vegna var lík Kjartans flutt þangað og grafið í kirkjugarðinum. Heiðni og kristni Greftrun látinna var eitt af því sem breyttist við kristnitökuna. Áður voru ekki kirkjugarðar heldur gróf fólk hina látnu einhvers staðar hæfilega langt frá bænum. Í gröfina voru lögð einhver verð- mæti, líkt og fólk héldi að sá dáni gæti haft not af þeim í öðru lífi. Í heiðni var dáið fólk jarðað og hlaðinn haugur yfir gröfina. Í hauginn var lagt haugfé, til dæmis vopn eða skartgripir. Ef slíkt finnst nú eru það merkar fornleifar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=