Frá Róm til Þingvalla
64 F r á R ó m t i l Þ i n g v a l l a Var það þá ekki í góðu lagi að sum heimili væru kristin og önnur heiðin, bara eftir því hverju fólk trúði? Nú mega Íslendingar hafa hvaða trú sem þeir vilja þó að flestir séu kristnir. En á þessum tíma þótti ekki gott að fólk í sama landi hefði mismunandi trú. Alveg eins og í Rómaveldi löngu áður fannst kristnum mönnum nauðsynlegt að banna heiðnina. Þeir töldu að það væri í rauninni djöfullinn sem plataði fólk til að trúa á heiðin goð og það mætti hann ekki komast upp með. Þess vegna vildi Ólafur Tryggvason að Íslendingar samþykktu ný lög um að allir yrðu að vera kristnir. Með þau skilaboð sendi hann íslenskan höfðingja, Gissur hvíta, sem hafði verið í Noregi. Gissur hvíti fór beint á Alþingi því að þar var hægt að setja ný lög. Hann flutti skila- boð Ólafs konungs og lýsti því af hverju kristnin væri miklu betri trú. Hvað átti nú að gera? Um það fóru menn að deila og urðu svo ósammála að það munaði minnstu að bardagi hæfist á þinginu. Að lokum voru sett lög um að allir yrðu að vera kristnir. Það er kallað kristnitakan á Íslandi af því að það heitir að taka trú. Það er óneitanlega merkilegt að kristnitakan skyldi fást samþykkt því að kristnir menn voru í minnihluta á Alþingi. Í sumum forn- sögum er það útskýrt með því að Ólafur Tryggvason hafi haldið íslenskum höfðingjasonum sem gíslum. Þá þorðu feður þeirra og Ásatrú var bönnuð með lögum í mörg hundruð ár. En nú er trú frelsi og Félag ásatrúarmanna hefur helgiathafnir í fornum stíl.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=