Frá Róm til Þingvalla

63 Ó l a f u r T r y g g v a s o n o g Ó l a f u r h e l g i Sumir urðu kristnir af því að þeir trúðu kristniboðunum, aðrir meira af því að konungur heimtaði það. Hann vildi líka að Íslend- ingar, sem staddir voru í Noregi, yrðu kristnir. Kjartan Ólafsson neitaði fyrst að skipta um trú. En svo sannfærðist hann, var skírður til kristinnar trúar og gerðist góður vinur konungsins. Ólafur Tryggvason var aðeins konungur í fimm ár. Þá féll hann í bardaga. Eftir það þurftu Norðmenn ekki að vera kristnir nema þeir kærðu sig um. Annar víkingaforingi, frændi Ólafs Tryggvasonar sem einnig hét Ólafur, kom skömmu síðar, lagði undir sig Noreg og varð konungur. Hann var líka kristinn og honum tókst að gera Noreg að kristnu ríki. Fyrir það var hann talinn heilagur maður og nefndur Ólafur helgi . Kristnitakan á Íslandi Ólafur Tryggvason vildi ekki aðeins að allir væru kristnir í Noregi. Hann sendi líka kristniboða til Íslands og ætlaðist til að Íslendingar tækju kristni. Sumir samþykktu það og voru skírðir til kristinnar trúar. Þá var það húsbóndinn sem réð og allt heimilis- fólkið var skírt. En margir vildu fremur halda í heiðnu trúna. Þingvallakirkja.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=