Frá Róm til Þingvalla
62 F r á R ó m t i l Þ i n g v a l l a Ólafur Tryggvason og Ólafur helgi Íslendingasögur eru ekki einu fornsögurnar sem Íslendingar skrif- uðu í gamla daga. Ein af þessum gömlu bókum heitir til dæmis Landnámabók. Þar eru sögur af Ingólfi, Skallagrími, Auði djúpúðgu og öðrum landnámsmönnum. Einnig voru skrifaðar frægar sögur um konungana í Noregi. Kóngurinn, sem Kjartan Ólafsson var hjá í Noregi, hét Ólafur Tryggvason og hefur örugglega verið til í raun og veru, alveg eins og Kjartan. Ólafur kóngur hafði verið víkingur, stjórnað stórum víkingaher á Englandi og orðið frægur og ríkur. Síðan kom hann heim til Noregs, náði að leggja undir sig landið og verða konungur. Sögurnar lýsa Ólafi Tryggvasyni sem miklu glæsimenni og hetju og frábærum íþróttamanni. Hann var til dæmis allra manna duglegastur í sundkeppni. En fornmenn kepptu þannig í sundi að tveir menn syntu út á djúpt vatn og kepptust svo við að kaffæra hvor annan eins lengi og þeir gátu. Eini sundmaðurinn sem gafst ekki upp fyrir Ólafi konungi reyndist vera Íslendingurinn Kjartan Ólafsson. Þegar Ólafur Tryggvason var vík- ingur á Englandi hafði hann skipt um trú og orðið kristinn . Síðan vildi hann gera Noreg að kristnu landi þar sem allir væru skyldugir til að vera kristnir. Hann fékk kristniboða til að fara um landið og útskýra kristna trú fyrir fólki.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=