Frá Róm til Þingvalla

61 Í s l e n d i n g a r s ö g u r Íslendingasagna hafa verið til í raun og veru. Við vitum hvað þær hétu, hvar þær áttu heima og hverjum þær voru skyldar. En það er ekki víst að þær hafi raunverulega sagt og gert allt sem þær gera í sögunum. Þegar menn skrifuðu sögurnar voru liðin nokkur hundruð ár frá því þær gerðust. Þá kunni fólk enn þá að segja frá ævintýrum forfeðra sinna. En frásagnir, sem ungt fólk lærir af þeim eldri og kennir síðan börnunum sínum, þær breytast smátt og smátt í þjóðsögur sem enginn veit nákvæmlega hvort eru sannar. Þannig hafa verið sagðar alls konar þjóðsögur um Egil Skallagrímsson þangað til einhver tók sig til og skrifaði Egils sögu. Höfundur sögunnar gat notað þjóðsögurnar eins og honum sýndist, líka breytt þeim ef honum fannst það gera söguna betri. Eitthvað af atburðum sögunnar hefur gerst í raun og veru. En ekki allt. Eins er með Laxdælu. Það er ómögulegt að vita hvort Melkorka var í rauninni írsk konungsdóttir. Kannski var það bara saga sem einhverjum datt í hug til að útskýra af hverju Kjartan Ólafsson hét þessu írska nafni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=