Frá Róm til Þingvalla
60 F r á R ó m t i l Þ i n g v a l l a og um hann er Gísla saga. Ein frægasta sagan heitir Njála eða Njáls saga. Hún er um gamlan og vitran mann, Njál á Bergþórshvoli, sem dó í Njálsbrennu. Þá höfðu óvinir kveikt í bænum til þess að drepa syni Njáls. Einn þeirra hét Skarphéðinn og var frægur garpur. Snjallasti bardagamaðurinn í Njáls sögu er samt Gunnar á Hlíðarenda, vinur Njáls og Skarphéðins. Af öllum þessum söguhetjum er bara ein, Egill, sem ekki er drepin í sögunni. Flestar Íslendingasögur eru að því leyti sorg- legar að mestu hetjurnar lenda í vand- ræðum og falla að lokum fyrir óvinum sínum. Síðan byrja oft hefndirnar, eins og eftir víg Kjartans Ólafssonar. Njálsbrennu var líka hefnt með því að drepa fjölda manns. Konur í Íslendingasögum berjast ekki sjálfar en þær eggja karlmennina eins og Guðrún Ósvífursdóttir og Þorgerður Egilsdóttir. Það gerðu þær líka, Bergþóra kona Njáls og kona Gunnars á Hlíðarenda, Hallgerður langbrók. Hún var reyndar systir Ólafs pá. Var hún systir hans í alvöru eða bara í sög- unni? Örugglega í alvöru. Flestar söguhetjur Gunnar á Hlíðarenda með slitinn bogastreng og kona hans, Hallgerður langbrók. Hvað skyldi Gunnar biðja Hallgerði að gefa sér?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=